Miskunsami daninn.

Í lestinni heim úr skólanum hringdi ég í konuna til að láta vita af mér. Að símtalinu loknu spurði mig maður, varfærnislega, að því hvort ég hafi verið að tala Íslensku eða Færeysku. Af ótta við aðkast gældi ég við að ljúga að manninum. Þar sem þekking mín á Færeyjum er svo takmörkuð að ég lagði ekki í að svara hugsanlegum fylgispurningum mannsins, þá svaraði ég honum sannleikanum samkvæmt. Enda vel upp alinn. 
Daninn var áhugasamur um Ísland og ástandið þar. Hann hvorki hló að mér né öðrum íslendingum og þótti gott að heyra að ástandið væri ekki alveg eins slæmt og erlendir fjölmiðlar hafa gefið í skyn. Hann var ánægður með hjálparhönd Rassmusens, sagði að dönum væri skylt að aðstoða íslendinga, m.a. vegna gömlu tengslanna og ekki síst vegna slæmrar framkomu gömlu kónganna í okkar garð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband