Hagfræðiprófessor vill taka upp norsku krónuna

Frétt af visir.is 

Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor hjá Háskóla Íslands vill að Íslendingar taki upp norsku krónuna. Þetta kemur fram í viðtali vefsíðunnar E24.no við Þórólf.

Í viðtalinu segir Þórólfur að stjórn Seðlabanka Íslands sé rúin trausti og muni verða það næstu tíu árin. Vandamálin á Íslandi séu tilkomin vegna tilrauna með fljótandi gengi og verðbólgumarkmið frá árinu 2001. (öll fréttin)

já, afhverju ekki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er búinn að vera að hrópa þetta í rúma 2 mánuði núna, en það hlustar enginn! Norðmenn eru með eitt öruggasta gengi/hagkerfi veraldar vegna þess að þeir eiga svo stóran olíusjóð (sem þeir nota ekki) sem virkar sem ballest fyrir efnahagslífið. Við eigum að taka upp norska krónu og það er spurning með að taka upp kónginn líka...

Benni (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 11:54

2 Smámynd: Ársæll Níelsson

Hehe. . .taka upp kónginn.
En að öllum typpabröndurum slepptum þá er kannski ekki svo slæmt að taka upp kónginn. . .
Mér finnst það skárri kostur en ESB ef út í það er farið. Auðvitað er sjálfstæði samt það mikilvægasta í mínum augum en það er spurning hvað mikið sjálfstæði felst í núverandi stöðu.

Ársæll Níelsson, 15.10.2008 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband