Barnalegar spurningar

Í færslu hér á blogginu í gær varpaði ég fram nokkrum spurningum. Ég hafði vonað að fá við þeim einhver svör og að jafnvel skapaðist í kringum þær smá umræða. Þrátt fyrir að 100 manns hafi lesið þá færslu þá kom ekki ein athugasemd. Spurningarnar voru ekki retórískar og varla svo heimspekilegar að enginn treysti sér til að svara þeim. Voru þær bara svo heimskulegar og barnalegar að engum fannst taka því?

Annars líst mér ágætlega á Hið nýja Ísland Steingríms Joð. Kallinn er svalur þó hann kunni að æsa sig.

Að lokum vill ég biðja mongólíta afsökunar á óheppilegu orðalagi mínu í upphafi síðustu færslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Sæll Ársæll.

Það er óþarfi hjá þér að dæma þig of hart fyrir það að fólk þori ekki að svara góðum spurningum.  Því pælingin er góð og á ekki síður rétt á sér en umræðan um Evruna.

Það veltur að sjálfsögðu á því um hvaða uppphæðir er að ræða, hvaða leið er skárst.  Sé það rétt að ábyrgðir ríkissjóðs séu 3-6 þúsund milljarðar, þá verða menn að horfast í augu við það að landið er tæknilega gjaldþrota.  Til að borga skuldir af þeim toga td miðað við 100 milljarða á ári (sem er gríðarlega há upphæð, uþb. 1/3 af tekjum ríkissjóðs á ári) þarf 30 til 60 ár bara til að greiða höfuðstólinn.  Til að standa undir slíku er ljóst að framkvæmdir á vegum ríkisins verða í lámarki allt það tímabil.  Það þýðir nánast að tíminn standi í stað þann tíma og löngu tímabærar samgöngubætur koma ekki til framkvæmda fyrr en að þeim tíma liðnum.

Þess vegna þykir mér allt í lagi að spyrja, hvort að almenningi á Íslandi sé ekki meiri greiði gerður með því að tala við Norðmenn og taka konung þeirra fyrir þjóðhöfðingja.  Leggja af sjálfstæðið.  Ég er nokkuð viss um að það sé ekki verri kostur en að vera að borga skuldir fjárglæframanna næstu hálfa öld, eða svo.  Þá fengjum við líka Norska krónu, sem er mun traustari gjaldmiðill en okkar ástkæra ylhýra flotkróna.  Einnig fengjum við betra velferðakerfi, betra fiskveiðikerfi, skárri stjórnmálamenn og alvöru byggðarstefnu.

Sameinað ríki, Noregs og Íslands er síst verri hugmund en sameining sveitarfélaga, því eins og iðulega er bennt á í samhengi við sveitarstjórnarstigið, þá er mesti möguleikinn á hagræðingu í yfirstjórn stjórnsýslueininga.

En hugsunin um samnorræna krónu er góð, klárlega betri en að halda í Íslensku krónuna og líklega betri en Evran líka.  Það er amk um að ræða líkari þjóðir í tilfelli norræna samstarfsins en því Evrópska.

Sigurður Jón Hreinsson, 15.10.2008 kl. 09:46

2 Smámynd: Ársæll Níelsson

Sameining Noregs og Íslands kemur tæplega til, efast um að þeim fyndist það fýsilegur kostur. Innlimun Íslands undir norska krúnu er þá væntanlega líklegri. En ég er sammála upptalningu þinni um hvað myndi batna í stjórnkerfinu.

En grundvallast myntbandalag algerlega af þjóðarbandalagi? Er eitthvað því til fyrirstöðu að fyrir utan einhverrja gagnkvæma samninga sé Seðlabankinn það eina sem er sameiginlegt. Er til dæmis EFTA ekki nóg til að sameiginlegur gjaldmiðill sé raunverulegur kostur?

Ársæll Níelsson, 15.10.2008 kl. 12:55

3 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Sæll Ársæll.

Þetta er alveg rétt hjá þér, myntbandalag getur verið algerlega óháð þjóðabandalagi eða öðrum þáttum í samskiptum þjóða.  Hinsvegar hlítur myntbandalag að byggjast á gífurlegu trausti, einhvað sem Íslendingar njóta ekki mikið þessa dagana. 

Ég átti nú síst von á því að koma með tillögur af þessu tagi, að leggja af sjálfstæði Íslands.  Hinsvegar er það ekki mín sök sú staða sem komin er upp og ljóst má telja að engir kostir eru góðir í stöðunni.

En þegar upp er staðið, hlítur það að hafa úrslita vægi, hvað kemur sér best fyrir þjóðina, almenning.  Fyrir mér er það ekki verra að játast Norskum konungi en að þjóðin sé bundinn í verulega íþyngjandi skuldaklafa í einhverja áratugi.  Og einnig hitt, hver er efnislega munurinn á því að ganga í ESB annarsvegar og hinsvegar að afsala sjálfstæði til annarar þjóðar. 

Spurningin sem brennur á mér og mörgum þessa dagana, er lykilatriði í þessum vangaveltum öllum.  Hvað kostaði partíið?  Hvað eru milljarðarnir margir sem falla á þjóðina vegna bankahrunsins?  Getum við fengið lán fyrir því öllu saman og getum við einhvertíma borgað það aftur?  Út frá svari við því hljóta allir að vinna út frá eða gera sínar tillögur.

Sigurður Jón Hreinsson, 15.10.2008 kl. 13:59

4 Smámynd: Ársæll Níelsson

Mér hefur sýnst að í ESB sé hver höndin upp á móti annari. Of mikið gert af því að samræma hitt og þetta sem kemur sér misvel fyrir þjóðirnar. Ónýt sjávarútvegsstefna (hvort hún sé jafnónýt og sú íslenska er svo eitthvað sem aðrir mega dæma um) sem útlit er fyrir að við getum ekki samið okkur framhjá ef út í það er farið. Að því leyti litist mér mun betur á að ganga Noregi í hönd. Líkurnar á því að hafa eitthvað um eigin örlög að segja eru mun meiri en í sambandi stórþjóða.

Áframhaldandi sjálfstæði finnst mér samt okkar besti kostur ef völ er á. Annað finndist mér uppgjöf og það eru íslendingar ekki þekktir fyrir. Með hörku og dugnaði hafa íslendingar gert kraftaverk í gegnum aldirnar og ættu enn að vera færir um slíkt þó að aðeins þurfi að herða þá kynslóð sem fer að taka við. Nú þegar ástandið hrópar á endurskoðun fiskveiðikerfisins og heimtar að auðlindinni sé skilað þá finnst mér óráðsía að gefa hana frá sér.

Þarf ekki bara að drífa í að finna þessa olíu sem er á drekasvæðinu? Það og og að hefja aftur fiskvinnslu í landi, í stað þess að senda allt fryst til útlanda, myndi ég halda að væri eitthvað sem kæmi okkur vel. 

Ársæll Níelsson, 15.10.2008 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband