Bráðum kemur betri tíð

Kansas_man_nail_headLengi vel sá ég fyrir mér að fólk sem hitti naglann á höfuðið, hitti það í rauninni í höfuðið, þ.e. í höfuðið á sér. Fyrir hugskotum mínum var slíkt fólk því oft nokkuð pönkaralegt með nöglum skreyttar kúpur. Einn slíkur nagla pönkari er Lýður læknir. Það sést betur þegar litið er undir prjónahúfuna hans. Í bloggi sínu kallar hann núverandi ástand á Íslandi núllstillingu. Eftir að ég las færsluna sá ég hann fyrir mér reka nagla í höfuð sitt.

Einhvern tímann á síðasta ári sagði ég að kreppa væri nauðsynleg og ekki langt í burtu. Skellurinn þyngri en nokkur gat ímyndað sér en staðan gefur engu að síður enga ástæðu til vonleysis. Nú er bara að labba meira, baka eigin flatbökur (í stað þess að falla fyrir 3.000kr "tilboðum"), hætta að nota Maldon í grautinn (kreppuráð fengið að láni frá Tinnu)og horfa aftur á eitthvað af kvikmyndunum í DVD safninu í stað þess að kaupa alltaf nýjar.
Margir eiga það samt andskoti erfitt núna, því er ekki að neita. Fólk sem virkilega safnaði, en átti ekki allt sitt á lánum, og hefur þurft að horfa á ævisparnaðinn brenna upp, á mína samúð. Kannski að einhver víkingurinn gefi svoleiðis fólki brot af árangurstengdu ofurlaunum sínum og tryggi sér þannig syndaaflausn og himnavist. Ólíklegt.
Maðurinn sem býðst til að borga með Range Rovernum sínum á hinsvegar litla samúð skilið.

Nú eru örugglega margir sem vildu óska að það væri ekki búið að kremja alla bíla sem eru eldri en 6 ára. Hvað ætli verði þá um alla nýju bílana sem engin getur borgað?

Hvaða áhrif á þetta allt saman eftir að hafa á sjávarútveginn og ruglið sem er búið að eiga sér stað í kringum kvótann? Endalausar veðsetningar, lántökur og fáránlegt "kaupverð varanlegra heimilda".

Það hlakkar í Dönum. Ef ég væri ekki að þiggja af þeim húsaleigu- og barnabætur þá væri ég alveg brjálaður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband