Það má sjá hinum ýmsu vefmiðlum greinileg merki þess að sumarið er brátt á enda. Menn eru farnir að hnýtast og kýtast með bloggum og pistlum. Rifist er um fiskinn, olíuna og aurinn. Þetta er allt saman hið besta mál. Menn þurfa að vera ósammála og við hin eigum rétt á að hlýða á sem flest sjónarmið. Þannig fæst vonandi einhvern tíman ásættanleg lausn á hvern þann vanda sem um er rifist. Þetta er þó ekki endilega öruggt en vonum þó að það sé líklegast.
Eitt rifrildi er þó ofar mínum skilningi. Þá meina ég ekki að ég hafi ekki vit eða skoðun á því sem um er rifist. Það sem ég á við er að mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna um þetta er rifist. Þau sjónarmið rifrildisins sem ég tek undir með finnst mér liggja svo í augum uppi að ég vorkenni fullorðnum, menntuðum mönnum sem eru ekki sama sinnis. Einn þeirra er, þrátt fyrir yfirlýsingar um hið gagnstæða, fordómafullur einstaklingur sem unnir greinlega einungis eigin frelsi. Viðkomandi hefur nýverið farið hamförum í greinarskrifum og athugasemdum varðandi vegagerð hér fyrir vestan. Nýjasta útspilið var svo þegar hann viðurkenndi að það sem skipti hann mestu máli í vegamálum vestfirðinga væri það sem kæmi honum sjálfum best, skítt með alla sunnan við Ísafjörð. Vopnaður blindri trú á hagfræði kallar hann hvern þann sem er honum ósammála röklausan rómantíker.
Hvers vegna vilja menn halda áfram að föndra við Djúpveg í stað þess að klára Vestfjarðarveg, sem býður upp á stystu leiðina á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur?
Vonandi verður lokað endanlega fyrir svona vitleysu á Fjórðungsþinginu um helgina.
Spurt er
Tenglar
Ekki moggabloggvinir
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Pétur Gunnarsson
- Sigurvin Guðmundsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Benedikt Karl Gröndal
- Birgir Örn Sigurjónsson
- Bwahahaha...
- Dofri Hermannsson
- Durtur
- Dætur og synir Íslands.
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Elfar Logi Hannesson
- Fannar frá Rifi
- Fanný
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Frú Norma
- Garpur76
- gudni.is
- Gunnar Pétur Garðarsson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Heiða Þórðar
- Helgi Seljan
- Ingólfur H Þorleifsson
- íd
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Kristinsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Bjarnason
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kasetta
- Katrín
- Killer Joe
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Lilja Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Marsibil G Kristjánsdóttir
- Marta
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Möguleikhúsið
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skafti Elíasson
- Svavar Knútur Kristinsson
- sveinn valgeirsson
- Sverrir Stormsker
- Sæþór Helgi Jensson
- Vestfirðir
- Þjóðleikhúsið
- Þorleifur Ágústsson
- Örnólfur Þórir Örnólfsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já ég komst að því fyrir tilstilli þessa manns að ég er rómantískur. Einhvað sem konan hefur aldrei sakað mig um.
En yfirlísingar hans um að Reykvíkingar eigi frekar skilið vegaúrbætur en við, vegna meiri fólksfjölda, burt séð frá raunverulegri þörf á úrbótum finnst mér óskyljanleg af Vestfirðingi og hefur sjálfsagt gert hann vinaminni mann.
Sigurður Jón Hreinsson, 4.9.2008 kl. 22:22
Þú færð prik fyrir orðaleikinn
Eflaust eru vinir honum hagfræðilega óhentugir.
Ársæll Níelsson, 5.9.2008 kl. 17:29
Hehe... Herna i Noregi eru byggdar bryr yfir i skerin og eyjarnar bara til ad thjona innbyggjurunum sem thar bua og er tha ekki verid ad horfa i thad hversu margir bua thar! Talin sjalfsogd mannrettindi ad geta komist leida sinna an vandraeda......
Stora Island? Litla sudur amerikan? Tjahh... skylt er hakan skegginu!
Burtsed fra politikinni og romantikinni, sem er eins og olia og vatn, just dont mix.... Hvad er ad fretta fraendi?
Rúnar Karvel Guðmundsson, 17.9.2008 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.