Ársæll leikstýrir Morranum

"Unglingaleikhúsið Morrinn á Ísafirði hefur brátt starfsemi sína en það hefur starfað á sumrin síðan árið 1999. Síðasta sumar tók Kómedíuleikhúsið við listrænni stjórn Morrans. Í sumar verður leiklistarneminn og Tálknfirðingurinn Ársæll Níelsson leikstjóri og tekur hann við af Birni Gunnlaugssyni sem leikstýrði hópnum í fyrrasumar. Ársæll hefur verið viðriðinn leiklist á norðanverðum Vestfjörðum undanfarin misseri, til að mynda lék hann í Sæluhelgarleikritinu Nörd og tók þátt í Act alone í fyrra. Hann er nú að nema leiklist við The Commedia School í Kaupmannahöfn. „Það er óhætt að segja að mikil aðsókn sé í Morrann og því varð að efna til áheyrnaprufu sem lauk seinni partinn í gær. Prufunum stjórnuðu Kómedíuleikarinn, Eva dansari og Inga söngkona. Morrastarfið er fjölbreytt, ekki bara leikur heldur reynir líka nokkuð á dans, söng og spilerí“, segir á bloggsíðu Kómedíuleikhússins."
(Frétt af bb.is)

Jæja þá er það opinbert. Framundan er spennandi sumar.

Einhver snillingur ritaði athugasemd við fréttina þar sem viðkomandi heldur því fram að fyrirbærið, þ.e. Morrinn, sé gott dæmi um aumingjaskap og leti nútímaunglinga.  
Það má vera að unglingar í dag séu eitthvað latari en þeir voru á árum áður. Ég get hinsvegar lofað því að krakkarnir eru ekki þarna til að hafa það náðugt, vonandi til að skemmta sér og öðrum en ekki til að liggja í leti. Líkt og fram kemur í fréttinni munu krakkarnir taka á móti fjölda skemmtiferðaskipa, setja upp leikþátt sem fluttur verður í leikskólum og margt fleira. Ég þekki þó nokkra fullorðna einstaklinga sem gegna slíkum störfum þó verða þeir seint sakaðir um aumingjaskap. Andlega og líkamlega verður sumarið meira krefjandi fyrir krakkana í Morranum en þá sem eyða sumrinu með hrífu í hönd eða liggjandi á maganum að þykjast reyta arfa. Að sama skapi munu þau líka skemmta sér miklu betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta

Nákvæmlega! Alveg sammála, hlakka til að sjá hvað þú munir gera með krökkunum í sumar. En talandi um sumar. Hvenær komið þið heim?

Marta, 26.5.2008 kl. 18:28

2 identicon

Þessir 2 sem commenta við þess frétt hafa greinilega aldrei tekið þátt í leikriti, Þar þýðir ekki að vera latur! Hvað þá með að vera í morranum? Ég man nú þegar ég var í morranum...get ekki sagt að það hafi verið letilíf. En bíð spenntur eftir því að hitta litlu dönsku/suðureyrsku/tálknfirsku fjölskylduna.

Oddur Elíasson (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 20:50

3 Smámynd: Ársæll Níelsson

Við lendum á Ísafirði 8. júní.

Oddur: ef þú kíkir betur á athugasemdirnar þá sérðu að seinni kommentin eru frá Fiffa. Þar er greinilega nett kaldhæðni á ferðinni hjá honum ;)

En takk fyrir það krakkar. Hlakka líka til að sjá hvað ég geri með krökkunum í sumar.

Ársæll Níelsson, 27.5.2008 kl. 06:58

4 Smámynd: Benedikt Karl Gröndal

Götuleikhús!!! ER EKKI Í LAGI!! Þetta er einhver asnalegasta vinna sem hægt er að hugsa sér. ÞETTA ER EKKI VINNA!!! Þessir krakkar eru bara fokking letingjar sem nenna ekki vinna almennilega vinnu, eins og að fara á sjó, vinna í fiski, vinna í sveit eða í almennilegri byggingarvinnu. Þetta er hneyksli. Að sveitastjórnir skuli leggja peninga í slíka letivinnu. Það er mér óskiljanlegt að stjórnir bæja og sveit a skuli styrkja áhugamál fólks. Þetta gengur algerlega fram af mér. Hvað ætliði að gera þarna, fyrir Vestan, næst, stofna leikhús kannski. HAHA....reynið að sýna mér fram á að gerist. PRFFM! Ég man að þegar ég var unglingur þá kom ekkert annað til greina en að vinna við hellulagnir og í fiskiríinu! Þetta er álíka heimskulegt og að borga mönnum fyrir að sparka í bolta eða hvað þá að kasta honum!!! OG ÞÚ ÁRSÆLL ÆTTIR  AÐ SKAMMAST ÞÍN FYRIR ÝTA UNDIR ÞETTA MEÐ ÞVÍ AÐ RÁÐA ÞIG SEM EINHVERN LETISTJÓRA YFIR ÞESSUM SKRÍL!!! HVERJUM MYNDI DETTA ANNAÐ EINS Í HUG!!! ÉG ER ORÐLAUS!!!

Benedikt Karl Gröndal, 27.5.2008 kl. 20:42

5 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

Þetta er bara skemmtilegt og einmitt það sem leikhús á að gera að vekja umræður - þá veit maður að eitthvað er verið að gera hvað sem hverjum finnst, þó fæstir geti reyndar tekið undir komment þessa aðila sem ritar nú ekki undir nafni. En Fifferíið varpar á það góða mynd.  Múmínpabbi

Elfar Logi Hannesson, 27.5.2008 kl. 20:43

6 Smámynd: Ársæll Níelsson

Tek undir þetta með þér Logi.

Benni: Vertu úti. Þú ert bara afbrýðisamur af því að hópurinn minn er stærri enn þinn. 

Ársæll Níelsson, 31.5.2008 kl. 06:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband