Yfirlit síðasta mánaðar

Fyrir mánuði síðan fluttum við úr Sydhavn hverfinu í Köben á Tröröð Kollegie í úthverfi Kaupmannahafnar. Kollegíið samanstendur af nokkrum raðhúsum á einni hæð. Við erum því komin með smá garð sem erfinginn er nokk sáttur við.

Viku eftir flutning fór ég ásamt skólasystkinum mínum til Silkeborgar þar sem við tókum þátt í "Performance Festival" sem haldið var af The Performance House sem er nýstofnaðu lýðháskóli sem einblínir á sviðslistir. Þar fluttum við sögurnar okkar af Storytelling sýningunni úr skólanum.

Eftir heimkomuna tók við tveggja vikna svitabað. Heitasta Hvítasunnuhelgi Danmerkur í 10 ár. 

Um síðustu helgi fór bekkurinn svo til Svendborg á suður Fjóni. Þar tókum við þátt í alþjóðlegu trúðafestivali. Frábært tækifæri sem ég hafði mjög gaman af. Því miður voru ekki margir trúðar þarna af þeirri gerð sem ég ber virðingu fyrir. Flestir voru heimskulegir karakterlausir afmælistrúðar sem treystu eingöngu á asnalegt props til að vekja hlátur. Þó lærði ég mikið. Einstaka hlutir veittu mér innblástur þó að fleira hafi hjálpað mér að gera mér grein fyrir hvaða stefnu ég vill ekki taka trúðinn minn. Áhugaverðast voru vinnustofurnar sem ég sótti, fyrir utan hið svokallaða Mime Workshop, og lærði ég meðal annars að djöggla hatta, búa til blöðru fígúrur og nokkur töfrabrögð. Auk þessa þá sýndi ég hluta úr atriðinu sem ég hef verið að setja saman, hljóp um tún með ofbeldisfulla leikskólakrakka á eftir mér í einn og hálfan tíma auk þess sem ég vafraði um göngugötur bæjarins og lék hundakúnstir fyrir gesti og gangandi. Allt þetta var að sjálfsögðu gert í fullum skrúða sem Djonní Glamúr. Djonní hefur sem sagt sett plötusnúða ferilinn á bið og er orðinn trúður.

Næsta föstudag er svo trúðasýning í skólanum og eftir það eru aðeins tvær vikur eftir af skólanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanný

Mikið er gaman að heyra af ykkur, verður trúður á Sælu???

Hlakka til að sjá ykkur hér í blíðunni á ísafirði í júní

Fanný , 20.5.2008 kl. 18:14

2 Smámynd: Katrín

Alltaf gaman að hitta trúða..vona að einhverja sé enn að finna í Svendborg.  Er á leið þangað á mánudag  með starfsliði Menntaskólans með viðkomu í Köben.

gangi þér og þinni fjölskyldu sem best í Kongens Köben 

Katrín, 21.5.2008 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband