Kona varð fyrir lest.

Eftir skólann í dag þá rölti ég, líkt og venjulega, að Nordhavn station, þaðan sem ég ætlaði að taka lestina. Eftir því sem ég nálgaðist stöðina var mér æ ljósara að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera. Óvenju mikill fjöldi fólks var á leið í gagnstæða átt við mig. Ég skildi seinna að það hefur verið á leið á Österport sem er næsta stöð suður af Nordhavn. Í kringum Nordhavn station var búið að strengja plastborða og lögreglan var önnum kafin við að snúa umferð og vísa gangangi vegfarendum frá. Uppi á pallinum sá ég glitta í kyrrstæða lest og lögreglu- og slökkviliðsmenn. Samkvæmt þeim fréttum sem mér hefur tekist að grafa upp um málið þá varð kona fyrir aðvífandi lest.  Eftir því sem ég kemst næst þá hafa tildrög slyssins hafa ekki verið gerð opinber.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Einarsdóttir

Hæ Ársæll

Ef þú sérð þetta núna í kvöld, máttu biðja Auði að kíkja á gemsann sinn.  Knús í bæinn. 

Lilja Einarsdóttir, 15.4.2008 kl. 19:54

2 Smámynd: Marta

Nice..

Marta, 21.4.2008 kl. 00:38

3 Smámynd: Reynir Andri

Þetta er ekki nóg of gott vinur. EF þú vilt öxl, þá máttu tresta á Jóa

Reynir Andri, 3.5.2008 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband