Í gær náði lífaldur minn fjórðung úr hundraði (ég þakka öllum sem sendu mér samúðarkveðjur). Af því tilefni fór ég með fjölskyldunni í Bakken. Ég plataði Benna með mér svo að ég hefði einhvern til að koma með mér í rússíbanana. Þunguð eiginkona minn var ekki fýsilegur ferðafélagi. Benni stóð sig vel, vældi eins og smástelpa í báðum rússíbönunum og jók þar með töluvert skemmtanagildi ferðanna. Ég var sorglegur og einn í einu tæki sem reyndi að framkalla hjá mér uppköst. Því tókst ekki. Í fjórða tækið hafði ég Alexander með til að halda í höndina á mér og róa mig. Hann stóð sig vel, sat grafkyrr og alvarlegur í fanginu á mér á meðan hringekjan snérist á ójöfnum teinunum. Við Benni reyndum einnig skotfimi okkar í tveimur bökkum. Í fyrri bakkanum skutum við niður grunlausar aldósir vopnaði gúmmíboltum og teygjubyssum. Ég skaut niður tvær af fimm í fimm skotum en Benni náði að fella þær allar. Hann fékk að launum bláan bangsa sem hann með semingi gaf Alexander. Í seinni bakkanum vorum við vopnaðir bögum og örvum. Við erum ekki að fara að vinna til neinna verðlauna á því sviði.
Um kvöldið fórum við Auður á Reef ´n Beef. Þriðja heimsóknin þangað á stuttum tíma. Þeir fara vonandi fljótlega að eigna okkur sér borð. Ég fékk mér hráan túnfisk í forrétt. Geggjaður réttur sem hreinlega lak ofan í maga. Nautakjöt og risarækjur urðu fyrir valinu sem aðalréttur. Þó að sjávarréttar sósan sem fylgdi hafi bragðast ágætlega þá lét ég hana vera. Það hefði verið móðgun við þetta meyra kjöt að bleyta það og fela bragðið í sósunni. Eftirétturinn kvöldsins var bakað epli með reyktum Mascarpone osti. Einstaklega skemmtilegur og vel heppnaður réttur. Í þremur heimsóknum á staðinn hef ég aldrei pantað mér það sama, fyrir utan rauðvínið sem er og verður altaf Craneford Shiraz, og stefni á að halda þeirri reglu þar til ég hef keypt alla réttina á matseðlinum.
Dagurinn var hinn ánægjulegasti.
(Þeir sem gleymdu að senda mér afmæliskveðju skulda mér stóran pakka.)
Spurt er
Tenglar
Ekki moggabloggvinir
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Pétur Gunnarsson
- Sigurvin Guðmundsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Benedikt Karl Gröndal
- Birgir Örn Sigurjónsson
- Bwahahaha...
- Dofri Hermannsson
- Durtur
- Dætur og synir Íslands.
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Elfar Logi Hannesson
- Fannar frá Rifi
- Fanný
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Frú Norma
- Garpur76
- gudni.is
- Gunnar Pétur Garðarsson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Heiða Þórðar
- Helgi Seljan
- Ingólfur H Þorleifsson
- íd
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Kristinsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Bjarnason
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kasetta
- Katrín
- Killer Joe
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Lilja Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Marsibil G Kristjánsdóttir
- Marta
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Möguleikhúsið
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skafti Elíasson
- Svavar Knútur Kristinsson
- sveinn valgeirsson
- Sverrir Stormsker
- Sæþór Helgi Jensson
- Vestfirðir
- Þjóðleikhúsið
- Þorleifur Ágústsson
- Örnólfur Þórir Örnólfsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með afmælið í gær...ef ég hefði vitað af því þá hefði ég auðvitað sent þér kveðju!
Oddur (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 22:04
Til hamingju með gærdaginn, gamli
Sigurður Jón Hreinsson, 13.4.2008 kl. 22:12
Úps svona er aldurinn einsog komið hefur í ljós með mig farin að detta út og gleyma - en í staðinn bíður kómískur pakki þegar þú nærð landi í vor
Elfar Logi Hannesson, 13.4.2008 kl. 23:07
Ég hef heyrt að hvítlauksbrauðið á Reff ´n Beef sé sérstaklega gott....
Benni (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 15:12
Oddur og Logi, ykkur er að sjálfsögðu fyrirgefið. Það er eitt að gleyma og annað að hreinlega vita ekki. Sjálfur man ég aldrei afmælisdaga.
Þakka þér Sigurður.
Benni, hvítlauksbrauðin þar eru reyndar bærileg og fékk Auður sér einmitt svoleiðis í forrétt. Annars færðu prik fyrir góðan djók :)
Ársæll Níelsson, 14.4.2008 kl. 16:53
Til hamingju með afmælið
betra seint en aldrei
Fanný , 14.4.2008 kl. 17:55
HALLÓ! Hvað áttu við með semingi!!! Ég vildi gefa Alexander þennan bangsa með ánægju. Málið var að ég var svo stoltur að hafa skotið allar dósirnar niður en um leið varð fyrir svo miklum vonbrygðum að hafa bara fengið minnsta bangsann sem hægt var fá á Bakken svæðinu! Ég vildi auðvitað vinna stórabangsann handa Alexander.
Benedikt Karl Gröndal, 14.4.2008 kl. 19:25
Ég veit það Benni. Sannleikurinn má bara ekki alltaf vera í vegi fyrir góðri sögu.
Ársæll Níelsson, 15.4.2008 kl. 18:43
Æi það er rétt hjá þér. Ég vildi eiginlega ekkert gefa honum bangsann. Hvar er hann? Ég vill fá hann! Samt ekki...þú veist.
Benedikt Karl Gröndal, 15.4.2008 kl. 19:22
Til Hamingju með daginn vinur
Reynir Andri, 26.4.2008 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.