Síðastliðin laugardag fór bekkurinn minn á smá flakk. Við fjölmenntum á Hovedbanen og tókum saman rútu yfir til Svergie. Þegar til Málmeyjar var komið þá fórum við í heimsókn til bekkjarsystra minna tveggja sem þar búa. Þar var slegið upp partý. Þemað var franskt en þó var lítið um kossa og frjálsar ástir. Hinsvegar var drukkið rauðvín og snæddar baquettur, ostar og vínber, svo fátt eitt sé nefnt. Eina kjötmetið sem var á boðstólnum var Fois Gras og kann ég Benna bestu þakkir fyrir það.
Þetta var í fyrsta skipti sem bekkurinn er allur saman kominn utan skólans. Að þvi tilefni höfðu margir líst því digurbarkalegir yfir að nú skyldi dottið í´ða. Fögur fyrirheit sem rættust ekki nema að takmörkuðu leyti. Aðeins einn náði á stig ölvunar en það var hvolpurinn hann Benni. Fyrir vikið stuðlaði hann að áhugaveðri lestarferð heim þar sem hann var óhræddur við að gefa sig á tal við hvern sem var.
Á sunnudaginn var ég hálf slompaður. Líklegt að hinar ýmsu rauðvínstegundir hafi haft þar eitthvað um að segja. Ég lét mig samt hafa það að líta inn á Variete á sunnudagskvöldið (vanrækti fjölskylduna sem sagt stórkostlega þessa helgina). Téður atburður er mánaðarlegt "opið svið" þar sem söngvaskáld og aðrir sviðslistamenn geta komið og flutt stutt atriði. Meðal atriða voru tvær sögur eftir nemendur Kómedíuskólans, stutt "jöggl" atriði eftir Petteri (kærasta Heidi sem er með mér í bekk) og tónlistaratriði annars tengdasonar skólans. Í heildina litið var þetta ágætis kvöld þó að mér hafi fundist of mikið af söngvaskáldum. Kynnir kvöldsins stóð upp úr. Á stultum, í gervi nornar, tróndi hin furðulega Signe (fyrrverandi nemandi við skólan) yfir áhorfendum á milli atriða og blaðraði einhverja vitleysu um piparkökuhús.
Í gær var ég ennþá frekar slappur og sleppti því að mæta í skólann. Vissi að ég myndi ekki missa af miklu. Ég mætti ekki heldur í Acrobatics í morgun en dröslaði mér í skólann eftir hádegi til að vera með í trúðatíma hjá Ole. Hefði ekki viljað missa af honum en heilsan var orðin afar léleg í lok dags. Ég er því farinn að halda að sunnudagsslompið hafi kannski átt rætur sínar að rekja í eitthvað annað og meira en fjölbreytta rauðvínsneyslu á laugardag.
Klukkan er nú tæplega 22.00 hér í DK og ég er farinn í rúmið eins og gamall kall.
Spurt er
Tenglar
Ekki moggabloggvinir
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Pétur Gunnarsson
- Sigurvin Guðmundsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Benedikt Karl Gröndal
- Birgir Örn Sigurjónsson
- Bwahahaha...
- Dofri Hermannsson
- Durtur
- Dætur og synir Íslands.
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Elfar Logi Hannesson
- Fannar frá Rifi
- Fanný
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Frú Norma
- Garpur76
- gudni.is
- Gunnar Pétur Garðarsson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Heiða Þórðar
- Helgi Seljan
- Ingólfur H Þorleifsson
- íd
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Kristinsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Bjarnason
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kasetta
- Katrín
- Killer Joe
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Lilja Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Marsibil G Kristjánsdóttir
- Marta
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Möguleikhúsið
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skafti Elíasson
- Svavar Knútur Kristinsson
- sveinn valgeirsson
- Sverrir Stormsker
- Sæþór Helgi Jensson
- Vestfirðir
- Þjóðleikhúsið
- Þorleifur Ágústsson
- Örnólfur Þórir Örnólfsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.