Rasisti eða trúður?

Ég verð að viðurkenna að ég græt það ekki að vera fjarri heimalandinu þessa dagana.
Þó svo að staða krónunnar komi nokkuð illa við mig - hefði átt að vera löngu búinn að eyða öllu í danskar krónur - þá er gott að vera laus við bensínkaup og 30% hækkun á matvöruverði (strangt til tekið er ég samt að upplifa slíka hækkun. . . þar fór það). Ástandið í innflytjendamálum finnst mér einnig vera óspennandi - ég þori þó tæplega að skrifa meira um það hér, ég gæti verið úthrópaður rasisti - en kunningi minn þurfti að flytjast búferlum og finna sér vinnu utan sinnar menntunar vegna þess hve erfitt er að keppa um verkefni við erlenda verkamenn á þrælakjörum (það er ekki erlendu aðilunum að kenna og ég geri mér grein fyrir því). Ég get ekki séð sama sem merkið á milli endurskoðunar innflytjendalaga og rasisma. En það má ekkert segja upphátt um slíkt. Einnig er bannað að vera á móti stóriðju því þá er maður á móti uppbyggingu. Hvaða bölvaði molbúaháttur er það? Er ekki á móti uppbyggingu. Vil endilega byggja upp vegakerfi Vestfjarða, sjávarútveginn, menninguna, menntunina og atvinnulífið. Ég vill hinsvegar ekki byggja upp stóriðju.
Annars hef ég það líka fínt hér í vorinu sem skall á í vikubyrjun. Auk þess er Danmörk flöt og þar af leiðandi eru engar Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar til að ergja sig yfir.  

Eitt finnst mér þó leiðinlegt við að vera ekki á Íslandi þessa dagana og það er að ég missi af möguleikanum á því að fá hlutverk í Dagvaktinni. Ekki misskilja mig, ég elska Ísland. Raunar er ég svo stoltur af landi og þjóð að sumum bekkjarfélögum finnst nóg um hvað ég - og raunar Benni (hinn íslendingurinn) líka - tölum mikið um Ísland. Ég held reyndar að þetta sé krankleiki sem hrjáir marga, ef ekki flesta, Íslendinga. Vestfirðingarnir 7 sem ég ferðaðist með til Ítalíu um árið voru a.m.k engu betri.

Annars var ég að velta því fyrir mér hvort að ég gæti í sumar, að loknu trúðanámskeiðinu, húkkað mér far með leigurellu hinna trúðana til Íslands. Vonandi að ríkistjórnarmeðlimir verði á ferðinni um Köben um það leyti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Góður polli og þá sérstaklega þetta með Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar.

Bið að heilsa og kyss og knús.

Níels A. Ársælsson., 3.4.2008 kl. 23:28

2 Smámynd: Marta

Jááá.. er einmitt að spá í þessu með Dagvaktinu, samt nottla soldið langt í burtu. Spurning hvort maður geti verið þarna eina helgi eða eitthvað. Spennandi...

Marta, 4.4.2008 kl. 00:11

3 identicon

Já það er rétt að nú til dags þarf maður að passa sig á að velja orð sín vel til að særa ekki neinn hvorki konur né kalla, innlendinga sem útlendinga, gyðinga, kristna, búddista, múslima, votta eða vísindakirkjuna. Hvernig er það ársæll minn... þegar þú verður frægur leikari á þá að gera eins og tómas krús og ganga í vísindakirkjuna?

En hvað um það! mér stökk í smá tíma bros á vör er ég las þessa frétt http://mbl.is/mm/folk/frettir/2008/04/02/aetludu_ad_raena_kennaranum/ en svo hugsaði ég "shit ég var að kenna 9 ára krökkum í vetur...ég hefði geta lent í þessu" ég er ekki frá því að krakkar á þessum aldri hafi alla þá vitsmuni til að framkvæma þetta.

Oddur (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 08:29

4 identicon

Eftir að ég horfði á myndbandið frá Ítalíu, þar sem ég var alltof ölvaður, vitlaus og ógeðslega leiðinlegur, talandi við saklausa Ítalíubúa um ágæti Íslands og jafnvel íslensks fótbolta(!), þá hef ég reynt að forðast það eins og heitan eldinn að rausa lofræður um Ísland.

Þetta er einhver lenska í okkur Íslendingum.  Höfum rætt þetta talsvert í mannfræðinni í vetur, ætli þetta þjóðernisstolt okkar stafi ekki bara af minnimáttakennd?  Erum svo lítil þjóð, þurfum alltaf að vera að sanna okkur til að öðlast viðurkenningu stóru strákanna.

Aldrei heyrir maður Dana röflandi um hvað smörrebrauðið og frikadellurnar séu best í Danmörku.

Haukur (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 12:44

5 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Rasisti eða trúður, vertu bara bæði og kallaðu þig trassista. 

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 4.4.2008 kl. 13:22

6 Smámynd: Ársæll Níelsson

Ég þakka öllum fyrir athugasemdirnar, sérstaklega Matthildi.

Haukur: Ég vildi að ég hefði lært eins vel af eigin mistökum sem sýnd eru á Ítalíumyndbandinu. Annars held ég einmitt að minnimáttarkennd sé akurat málið.

Oddur: Lítil hætta á að ég gangi í Vísindakirkjuna. Það er þó aldrei að vita nema ég lesi aðeins eftir L. Ron Hubbard. Sem vísindaskáldskapur þá lofar þessi vitleysa hans nokkuð góðu.
Ég verð að viðurkenna að ég næ ekki tenginguni á milli fréttarinnar og færslu minnar. Fréttin var þó brosleg.

Marta: Bara senda þeim e-mail. Gæti verið gaman.

Ársæll Níelsson, 4.4.2008 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband