Ég byrja á að þakka Benna Gröndal fyrir ábendinguna í athugasemd sem hann setti við síðustu færslu. Jú Benni, nú skal ég sýna lífsmark.
Fjölskyldan fór til Íslands yfir páska. Þar eyddum við viku í góðu yfirlæti hjá tengdaforeldrum mínum á Suðureyri. Þar var meðal annars að finna nóg af ættmennum sem ólm vildu leika barnapíur og stuðluðu þar með að því að við hjónin gátum eydd góðum tíma í að hitta vini og kíkja á rokkhátíðina. Það er skemmst frá því að segja að hátíðin var vel heppnuð. Það hefur þó komið fram hjá ýmsum öðrum og ég nenni því varla að eyða miklu púðri í að skrifa meira um hana. Verð þó að segja að Eivör var alveg stórkostleg og hún Marta mín ásamt Mysterious bandinu sínu stóð sig eins og hetja.
Við lentum aftur í Köben síðastliðinn miðvikudag. Vorum kominn um hádegisbil og eftir að hafa skilað farangrinum og Auði heim þá skruppum við Alexander í skólann. Þar rétt náði ég í skottið á síðasta tíma þess dags og fékk tækifæri til að sýna Ole söguna mína. Daginn eftir var það svo sögu sýningin. Mætingin kom skemmtilega á óvart, tæplega 80 gestir. Áhorfendur voru hressir og skemmtilega móttækilegir fyrir hinum mismunandi sögum sem við bárum fyrir þá. Samnemendur mínir sýndu allir sína bestu frammistöðu til þessa og það kom sterklega í ljós hverslags næring orkan frá áhorfendum er. Sérstaklega kannski þegar unnið er með þetta form, þar sem maður þarf að vera í góðum tengslum við áhorfendur.
Ef ég man rétt þá sýndum við 11 sögur. Þar af voru 4 sögur með aðeins einum leikara. Ég og Benni vorum með 2 af þessum 4 og áttu sögurnar okkar það að auki sameiginlegt að vera þær einu sem ekki voru gamansögur. Þrátt fyrir þetta (eða kannski einmitt vegna þessa) var þeim vel tekið. Ég fattaði það rétt fyrir sýningu að þetta væri í fyrsta skipti á mínum ferli sem ég vildi ekki láta hlægja að framkomu minni á sviðinu. Það var svolítið ógnvekjandi að hugsa til þess að það sem ég fæ yfirleitt mesta orku úr var nokkuð sem ég vildi alls ekki heyra. Mér tókst þó að flytja söguna af áður óþekktu öryggi og fékk góðar viðtökur. Bekkjarsystir mín hafði það eftir vini sínum sem var í áhorfendahópnum, að ég væri með góða og útvarpsvæna sögumannsrödd. Nokkuð sem kemst ofarlega á lista yfir hrós sem hafa glatt mig hvað mest.
Daginn eftir hófst trúðatímabilið. Nefin voru sett upp við hátíðlega athöfn og fíflalætin byrjuðu. Við fengum þó að komast að því að fíflalæti virka sjaldnast hjá trúðnum (það blívar bara hjá einhverjum Bandarískum afmælistrúðum). Nánar um það síðar.
Þetta verður lengsta námslotan til þessa, heilar 10 vikur. Hingað til höfum hefur lengsta lotan verið 6 vikur að mig minnir.
Ég læt þetta duga að sinni.
Spurt er
Tenglar
Ekki moggabloggvinir
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Pétur Gunnarsson
- Sigurvin Guðmundsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Benedikt Karl Gröndal
- Birgir Örn Sigurjónsson
- Bwahahaha...
- Dofri Hermannsson
- Durtur
- Dætur og synir Íslands.
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Elfar Logi Hannesson
- Fannar frá Rifi
- Fanný
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Frú Norma
- Garpur76
- gudni.is
- Gunnar Pétur Garðarsson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Heiða Þórðar
- Helgi Seljan
- Ingólfur H Þorleifsson
- íd
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Kristinsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Bjarnason
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kasetta
- Katrín
- Killer Joe
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Lilja Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Marsibil G Kristjánsdóttir
- Marta
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Möguleikhúsið
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skafti Elíasson
- Svavar Knútur Kristinsson
- sveinn valgeirsson
- Sverrir Stormsker
- Sæþór Helgi Jensson
- Vestfirðir
- Þjóðleikhúsið
- Þorleifur Ágústsson
- Örnólfur Þórir Örnólfsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Make us'laugh og þá verðuru góður trúður
Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.