Þjóðsaga

Þá er sagan mín næstum klár. Á bara eftir að renna í gegnum hana nokkrum sinnum til að hún nái betra flæði. Hugsa að öllum breytingum sé lokið. Búinn að smyrja á hana nafni - "Þjóðsaga" eða "Icelandic Folklore" á ensku. Sagan samanstendur af stuttri kynningu á íslenskum furðuverum og huldufólki ásamt frásögn af samskiptum manna og huldufólks.
Það verður storytelling sýning í skólanum á fimmtudag eftir páska og þar frumsýni ég þennan stutta einleik.
Ef einhver vill fá íslenska forsýningu þá má alveg skoða það ;)

Fjölskyldan fer svo í páskaferð til Íslands á sunnudag og stefnan sett á Súgandafjarðarsvæðið á mánudag. Það stefnir í heljardagskrá; myndataka, tónleikar, teiti og 2-3 leiksýningar (sem áhorfandi). Inn á milli þarf ég svo að reyna að finna mér tíma fyrir æfingar, sundferðir og páskaeggjaát. Ef færð leyfir þá vonumst við líka til að geta farið dagsferð til Tálknafjarðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spennandi mér fannst Story Telling sérrílagi skemmtilegt ef ekki bara það besta í skólanum allaveg hefur það að ég held nýst mér best í dag eða kannski hefur bara formið valið mig - vesturferð já þannig að við sjáumst þá um páskana en það verða Leikhúspáskar á Ísó ekki bara rokk

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 17:09

2 Smámynd: Ársæll Níelsson

Sammála. Þetta er a.m.k að mínu mati það skemmtilegasta sem við höfum gert hingað til.
Ég er búinn að setja stefnuna á allar leiksýningarnar sem verða á Ísó auk þess sem ég er búinn að bjóða mér í kaffi til þín.

Ársæll Níelsson, 13.3.2008 kl. 18:30

3 Smámynd: Katrín

Góða ferð heim litla fjölskylda og gangi þér vel með einleikinn.

Katrín, 14.3.2008 kl. 14:04

4 Smámynd: Ársæll Níelsson

Kærar þakkir, Katrín :)

Ársæll Níelsson, 14.3.2008 kl. 16:39

5 identicon

Ávallt velkomin í túnið heima gæti meira að segja verið að þú fáir eitthvað gott útí kaffið allavega með því

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 16:40

6 Smámynd: Ársæll Níelsson

Takk fyrir það Logi. Gott að eiga góða að.

Ársæll Níelsson, 14.3.2008 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband