Bubbi

Ásbjörn Morthens hefur verið nokkuð í umræðunni undanfarið. Raunar alveg síðan ég man eftir mér en upp á síðkastið hefur borið meira á honum en oft áður. Hann fór miklum í ædolinu og "skapaði" svo eigin þátt sem hann smurði með sínu nafni. Dóri nokkur sem kennir sig við DNA gagnrýndi þáttinn á síðum DV og uppskar aðkast frá hinum íslenska konungi rokksins sem gerði útá genamengi Dóra sem er barnabarn Nóbelverðlaunaða atómskáldsins. Sjálfur hef ég ekki séð þáttinn en hvort sem þátturinn er góður eður ei þá fundust mér viðbrögð Bubba barnaleg. Nú síðast ræðst Bubbi á Birgir sem oft er kenndur við Maus. Birgir starfar nú sem ritstjóri einhvurs tónlistarblaðs sem ég kann ekki að nefna og reit nýverið pistil þar sem hann finnur eitthvað að kapítalisma gamla pönkarans ásamt því, að mér skilst, að krítisera hann á einhvern frekari máta.

Þeim sem vilja fræðast nánar um málið er bent á þessa frétt á Vísi.

Ástæðan fyrir því að hendur mínar leika um lyklaborið í umfjöllun um þetta mál er ekki til að rýna í það hvort Bubbi sé frumkvöðull eða eftirherma, sell-out eða fallin (úbs) stjarna, góður eða slæmur tónlistarmaður. Það sem dregur mig að lyklaborðinu er hinsvegar persóna mannsins. Viðbrögð hans við umfjöllunum Dóra og Bigga fá mig til að efast um þroska hans. Hugsanlega finnst honum hann tilneyddur að svara allri gagnrýni fullum hálsi til að viðhalda einhverjum uppreisnarstatus sem hann fékk eftir að hafa sýnt miðfingurinn í "Á tali hjá Hemma. . . " hérna um árið en mér finnst þetta bara barnalegt. Menn eiga að geta tekið gagnrýni hvort sem hún er góð eða slæm.
Ég hef alltaf fílað tónlistina frá honum, mis vel auðvitað, en á seinni árum hefur álit mitt á manninum minnkað. Ekki batnaði það síðasta vetur þegar ég hitti manninn í eigin persónu.
Þá hafði ég atvinnu hjá fyrirtæki í ferðaþjónustu- og veitingageiranum. Hann átti þarna viðskipti eitt sinn, þegar ég var á vakt, þar sem hann var að halda tónleika í grenndinni. Ég varð var við að tveir viðskiptavinir bíða eftir þjónustu og fer til að sinna þeim. Þar sé ég Bubba og annan mann standa og spyr förunautur Bubba hvort hægt sé að fá kaffi hjá mér. Ég verð "starstruck" í augnablik og reyni að slá á létta strengi. Man ekki djókið lengur en það var lélegt og það fannst þeim líka. Á meðan þeir sitja inni á staðnum þá fer ég nokkrar ferðir að borðinu þeirra til að sinna þeim. Meðreiðarmaður Bubba sá alfarið um að tala við mig, spyrja um og panta vörur og þjónustu, að undanskyldu einu sinni þar sem Bubbi talar (kallar, þó ég stæði innan við hálfan metra frá honum) til mín án þess þó að líta á mig, en það gerði hann ekki í eitt skipti. Um kvöldið þurftu þeir kumpánar aftur á þjónustu minni að halda og enn var það félaginn sem sá um öll samskipti við mig, Bubbi meira að segja pantaði súkkulaðistykki í gegnum aðstoðarmanninn.
Sumum kann að finnast þetta léttvægt en aldrei áður hef ég fundið fyrir jafn mikilli auðmýkingu í þjónustustarfi.

Mín skoðun er sú að það þurfi aðeins að kippa í lappirnar á honum til að draga hann niður úr skýjunum. Hann hefur lagt hart að sér og á skilið þá velgengni sem leikur við hann en hann er samt mannlegur og þarf að læra kurteisi. Hann kom þó Össuri til varnar í einhverri færslu um daginn sem sýnir að hann getur hitt naglann á höfuðið. Það var þó kannski vegna þess að Össur var gagnrýndur fyrir óréttlátar persónuárásir, eitthvað sem Bubbi hefur reynt að apa eftir.
Kannski vill hann bara draga að sér enn meiri athygli, ég veit ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Karvel Guðmundsson

Margur verður af aurum api og þegar menn selja sig enn dýrar, þá verður maður að Bubba!

Rúnar Karvel Guðmundsson, 10.3.2008 kl. 22:36

2 identicon

Það er nú frekar langt síðan að hann seldi sál sína peningapúkanum...Hver man ekki eftir því að á hverju sumri sá maður auglýsingar frá shell eða esso þar sem bubbi var að tala um hversu erfitt líf hans hafði verið og allt var hann að minnast á félaga sinn sem hengdi sig á einhverju djamminu og hafði við það misst alla stjórn á líkamsstarfssemi sinni og skeit útum allt. Mjög dramatísk og allt það...hræðileg saga skulum ekki gera lítið úr því en svo þegar hann var búinn að tala um það kom aðsvífandi auglýsing um að ná sér í "vegabréf" á næstu bensínstöð og fá stimpla og þú gætir unnið bíl!

Ætli bubbi hafi ekki bara selt sálu sína fyrir jeppa? 

Oddur (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 14:00

3 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Hvað sem segja má um Bubba þá hefur hann samið ótrúlega mörg góð lög og texta. Að mínu mati a.m.k. 

Ég hætti að undrast undarleg viðbrögð hans og skoðanir þegar mundi hvað hann dópaði mikið hér á árum áður.   Biggi í maus er ágætur líka en mikið finnst mér hann syngja leiðinlega þannig að ég verð að viðurkenna að ég skellti upp úr þegar ég las það sem Bubbi sagði um hann.

En þetta er auðvitað allt gert til að ná athygli.  Svona nýstárleg útgáfa af kúkum á kerfið.  Og það tókst......hjá þeim báðum.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 11.3.2008 kl. 23:12

4 Smámynd: Rúnar Karvel Guðmundsson

Ok gott og vel, Bubbi hefur samið ótrúlega mikið af góðum lögum og helling af textum sem eru frábærir og komast margir ekki með tærnar þar sem hann hefur hælana í þeim efnum!

Biggi Kúkaði stórum.. en Bubbi yfirkúkaði... og lykta þeir báðir af skít!

Rúnar Karvel Guðmundsson, 12.3.2008 kl. 00:40

5 Smámynd: Marta

þetta mál er bara fyndið. Sá eitthver hérna kastljós í kvöld? Þar var rætt við Bubba, Dóra DNA og Bigga alla í sitthvoru lagi sem var frekar kjánlegt en alla vega, að þá fannst mér Bubbi líta lang verst út af þeim. Maðurinn lítur ekkert smá hátt á sig! Sem virkilega skein í gegn í þessu viðtali. Hef aldrei fílað hann... so sorry, ég skammast mín ekki fyrir að segja það, hann á nokkur góð lög sem mér finnst virkilega flott þegar eitthver annar syngur þau... Hann er pínu að skíta upp á bak með þetta.

Marta, 12.3.2008 kl. 01:38

6 identicon

Ég sjálf elska lög og texta sem bubbi hefur samið og hefur hann alltaf verið hátt á stalli hja mér, en um leið og maðurinn fór að kenna sig við raunveruleika þætti og seldi (minnir mig) Ingvari Helgasyni sjálfan sig þá fór álitið mikið að minnka!! Þegar Idolið var yfirstaðið þá hélt ég að þetta væri komið GOTT, en nei maðurinn lærir ekki heldur fer lengra niður í skítinn og stofnar sinn eigin þátt útá "lífsreynslusögur sínar" hann er með einn versta gráa fiðring sem ég veit um. Í þessum þáttum er Bubbi einn leiðinlegasti maður sem ég þekki og nenni ekki að eyða tíma í að horfa á þetta, fyrir utan þá eru þetta leiðinlegir þættir og í einum þættinum þá vissi dómnefnd ekki einu sinni nöfnin á keppendum (sjáið áhugan hjá þeim á þessu frábæru tónlistarmönnum). Þetta kom illa út fyrir þá : "æji þessi þarna inn sem söng þetta þarna og var með svona hár"!!! Vinna vinnuna sína.

Enjá sorry svaka tuð:) flott færsla og mín fylgist alltaf með

Helga (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 19:43

7 Smámynd: Ársæll Níelsson

Því er ekki að neita að Bubbi kann að hafa hitt í mark með athugasemd sinni um söngrödd Bigga. Mér fannst samt óþarfi að fara á þetta plan.
Ég gagnrýni Bubba svo sem ekki fyrir að "selja sig", vilja ekki allir eiga fyrir salti í grautinn?
Ég er sammála Mörtu, Bubbi kom ekki út sem sigurvegari eftir Kastljós þáttinn. Hann er með örlítið of mikinn bóner yfir sjálfum sér. Sérstaklega virðist hann montinn yfir nýja kofanum sínum. Lét taka viðtalið við sig úti á palli. Það sama var gert þegar rætt var við hann um tónleikana gegn útlendingahatri. Þá fór mestur tími fréttarinnar í að sýna húsið frá ýmsum sjónarhornum á meðan verkamenn sinntu störfum sínum.

Ársæll Níelsson, 12.3.2008 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband