Method og kvikmyndaleikur

Í gær var mér bent á leiklistarskóla í Frederiksbergs sem menntar nemendur sína út frá kenningum Stanislavskijs. Stanislavskij var Rússneskur leikhúsfrömuður sem hannaði ákveðna leiklistaraðferð sem er gjarnan kölluð "The method" eða aðferðin. Þeir leikara sem styðjast við kenningar hans eru svo kallaði method-leikara. Einn af nemendum hans var Stella Adler, Bandarísk leikkona af gyðingaættum, sem stofnaði svo leikhóp í New York. Leikhópurinn varð svo að leiklistarskóla sem kennir þessi fræði þó Stella hafi breytt þeim eitthvað aðeins. Margir vilja meina að Stalla hafi umbylt leiklistarlífinu í Bandaríkjunum og má segja að hún hafi skapað leikstíl kvikmynda nútímans. Skólin hefur í árana rás verið útungunarstöð kvikmyndastjarna. Meðal þeirra sem runnið hafa þar í gegn eru Marlon Brando, Robert De Niro, Meryl Streep, Al Pacino, Bryce Dallas Howard, Harvey Keitel og margir fleiri ásamt því sem gríðarlegur fjöldi annarra stjarna eru menntaðar í þessum fræðum frá öðrum skólum.

Skólinn í Frederiksberg heitir Film/teaterskolen Holberg og kennir method, acting (sem er undirbúningur fyrir fólk með litla reynslu) og leikstjórn. Skólinn er í nánu samstarfi við fagfólk úr leikhúsi, kvikmyndum og sjónvarpi. Í method náminu er áhersla lögð á persónusköpun ásamt því að kynna mann fyrir framkvæmd kvikmyndagerðar og uppsetningu leiksýninga. Mér skilst að það séu settar upp a.m.k. tvær stúdentasýningar, í lok annars og þriðja árs, þangað sem fagfólki er boðið að koma og skoða nemendur, auk þess sem mikið er um að verkefni séu unnin í formi stuttmynda.
Er að spá í að heimsækja skólann, taka einhverja nemendur og kennara tali og sjá svo til hvort ég fari í inntökupróf hjá þeim á næsta ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona til gamans þá er eru þessar kenningar Stanislavskijs í bransanum kallaðar Kerfið heima á Íslandi, og þannig er það m.a. kennt í LHÍ.

Friðþjófur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 13:54

2 Smámynd: Ársæll Níelsson

Hélt það væri aðferðarleikur

Ársæll Níelsson, 10.3.2008 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband