5 ára gömul bakmeiðsli

Ég verið verið að glíma við bakeymsli síðan á mánudag. Eitthvað hef ég farið of geyst af stað í skólanum eftir 10 daga afslöppun. Áðan rifjaðist það upp fyrir mér að fyrir 5 árum glímdi ég við sama vandamál og varð það mér þá innblástur bloggfærslu sem birtist á gamla blogginu mínu. Í stað þess að koma með nýja færslu um núverandi meiðsl þá hef ég ákveðið að endurbirta fyrrnefnda færslu.

Hún birtist fyrst á saeli.blogspot.com þann 22. febrúar 2003.

Furðulegur dagur.
Ég tognaði í bakinu í gær eftir hörð átök við dauðann fisk. Í dag fór ég svo í pollinn til að reyna að losna við eymslin sem ég hlaut af.
Þar sem ég flatmagaði í heiti vatninu gerði allt í einu hríðarbyl, ég beið í 5 mínútur og þá stytti upp og sólin læddist framhjá skýjunum. Ég lá og fylgdist með hvernig bjartir geislar sólarinnar fylltu fjörðinn og þá kom ég auga á sílspikaðan smáfugl sem stóð á steini rétt hjá. Hann kastaði á mig kveðju og á móti kastaði ég í hann steingerðum svissneskum geitarosti sem átti leið hjá. Fuglinn vankaðist við höggið og synti hræddur af stað. Ég dreif mig af stað á langskipinu mínu og elti hann. Þegar ég var alveg að ná honum sprakk hjá mér dekk og ég þurfti að skipta um glussabrakket. Á meðan á þessu stóð sveif Jón Sigurðsson framhjá á bleiku sykurskýi og kallaði mig frelsishetju og eins og hendi væri veifað óx grenitré út úr nefinu á honum og hann fór að hlæja. Handann við hornið beið græni kallinn með annan fótinn í blautri steypu og hinn í súkkulaðimjólk. Hann kallaði mig aula og snýtti sér í dauða mús. Ég kallaði hann asna og hélt svo áfram a hjóla.
Ég er orðinn mun skárri í bakinu en mér veitti samt ekkert af fleiri pollaferðum til að laga það betur. Veit samt ekki hvort ég þori að fara meira í pollinn á næstunni af því að Einar Ben hótaði að rassskella mig með ljóðabók ef ég kæmi aftur.

Ég held að ég leggi mig bara, er orðinn hálf skrýtinn í hausnum.....skyldu útrunnar vöðvaslakandi töflur hafa þessi áhrif?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Kveðja að heiman til ykkar allra. Láttu þér batna Pollinn minn.

Níels A. Ársælsson., 20.2.2008 kl. 23:14

2 identicon

Bara fara varlega næstu daga, aldrei að gera meira en þar sem þér líður vel í saman ber jógaæfingar ala Oli frá Brekku - vona að þú sleppir samt við leikarameiðslin alræmdu hnén - passaðu vel uppá þau

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 01:16

3 identicon

Ég meira að segja las þessa færslu á sínum tíma og hló upphátt með sjálfum mér...

Benni (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband