Hunangs- og appelsínumarineraðar kjúklingabringur

Ætla ekki að skrifa heillangt matarblogg en langaði að deila þessu með einhverjum.

Þegar kom að því að undirbúa kvöldmatinn stóð ég, einu sinni sem oftar, frammi fyrir því að hafa ekki hugmynd um hvað ætti að vera í matinn. Það eina sem ég átti ófrosið voru kjúklingabringur og því urðu þær fyrir valinu. Kjúklingabringur hafa verið nokkuð oft á matseðlinum hjá mér eftir að við fluttum út og því eru þessar örfáu uppskriftir sem ég hef hingað til stuðst við farnar að vera leiðinlegar. Ég ákvað því að prófa eitthvað nýtt, eldhússpuni.

Sullaði saman ólívuolíu, hunangi og safa úr einni appelsínu. Marineraði bringurnar í þessu í hálftíma, brúnaði þær á pönnu og henti svo inn í ofn í 20 mín.
Í sósuna notaði ég nýkreistan appelsínusafa, mjólk, rjóma, kjúklingakraft og smá appelsínubörk (bara ysta lagið, þetta appelsínugula) .
Bar þetta svo fram með timjan-kartöfum og salati.

Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt, sérstaklega þegar það virkar sem það og gerði í þetta sinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanný

Hljómar spennandi og spes, en samt vel....

Fanný , 14.2.2008 kl. 01:37

2 identicon

"slurp"

Benni (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband