Fjölskyldan hefur fengið úthlutaða íbúð á Tröröd kollegie frá og með 1. mars. Flutningur er því yfirvofandi sem er ljúfsárt. Kosturinn við þetta er að húsnæðisútgjöld (þ.m.t. leiga, hiti, rafmagn, vatn og internet) lækka um sléttan helming - heildarferðakostnaður hækkar reyndar um DKK 1.000 en þrátt fyrir það er sparnaðurinn umtalsverður. Ólétt eiginkona mín fagnar því að flytja á jarðhæð og sleppa við tröppuklifur og sonur minn mun eflaust gleðjast yfir litla garðinum sem tilheyrir verðandi heimili okkar. Ókostirnir eru örlítið lengri ferðatími til og frá skóla, meiri fjarlægð í þjónustu auk minna úrvals og að lokum lengri biðtími á milli lesta og strætisvagna.
Okkur hefur liðið mjög vel hérna í Sydhavn. Undanfarið hafa þó runnið á okkur tvær grímur varðandi almennt öryggi hér í hverfinu. Í síðustu viku særðust 3 menn í skotárás við lestarstöðina okkar (nei, lestarstöðin skaut ekki á þá né þeir á hana), Sjælör station, þar af einn alvarlega þó enginn lífshættulega. Árásin var talin tengjast uppgjöri gengja vegna hnífstunguárásar við Nörreport station fyrr í vetur. Þetta, ásamt nokkrum sprengjuárásum á söfnunarhylki fyrir ál og gler, hefur gert það að verkum að okkur hlakkar bara nokkuð til að flytja í sveitasæluna þarna 20 km fyrir norðan Köben, þrátt fyrir að um sé að ræða 17fm smærri íbúð.
Maðurinn sem ég leigi af hringdi í mig í gær og tjáði mér að hann kæmi í dag ásamt mögulegum leigjanda. Þar sem ég sagði íbúðinni ekki upp með þriggja mánaða fyrirvara þá er það mér nokkuð mikilvægt að nýr leigjandi finnist til að taka við íbúðinni strax um mánaðarmótin svo að ég þurfi ekki tímabundið að greiða af tveim íbúðum. Því var mér mikið í mun að íbúðin væri sem mest aðlaðandi. Þar sem ég er í vetrarfríi þessa vikuna þá hafði ég nægan lausan tíma í dag sem ég nýtti eftir fremsta megni í hreingerningar ( að það hafi tekið allan daginn sýnir kannski að reglulegum þrifum á heimilinu er ábótavant). Ég skúraði (sem er hvergi leiðinlegra en hérna þar sem við erum með hvítþvegin viðargólf - ég sakna parkets) dustaði af, loftaði út, viðraði teppi og sængur, setti í 2 þvottavélar og tók að sjálfsögðu til. Svo til að kóróna meiköppið á íbúðinni þá setti ég skál fulla af litskrúðugum ávöxtum á matarborðið, keypti blómvönd og pottablóm og bakaði köku. Á slaginu 17, þegar von var á gestunum, fékk ég textaskeyti með þeim skilaboðum að þessu væri frestað um óákveðinn tíma vegna veikinda hins mögulega leigjanda.
Íbúðin hefur þó aldrei litið betur út.
Spurt er
Tenglar
Ekki moggabloggvinir
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Pétur Gunnarsson
- Sigurvin Guðmundsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Benedikt Karl Gröndal
- Birgir Örn Sigurjónsson
- Bwahahaha...
- Dofri Hermannsson
- Durtur
- Dætur og synir Íslands.
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Elfar Logi Hannesson
- Fannar frá Rifi
- Fanný
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Frú Norma
- Garpur76
- gudni.is
- Gunnar Pétur Garðarsson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Heiða Þórðar
- Helgi Seljan
- Ingólfur H Þorleifsson
- íd
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Kristinsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Bjarnason
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kasetta
- Katrín
- Killer Joe
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Lilja Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Marsibil G Kristjánsdóttir
- Marta
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Möguleikhúsið
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skafti Elíasson
- Svavar Knútur Kristinsson
- sveinn valgeirsson
- Sverrir Stormsker
- Sæþór Helgi Jensson
- Vestfirðir
- Þjóðleikhúsið
- Þorleifur Ágústsson
- Örnólfur Þórir Örnólfsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvurslags er þetta, ertu ekki með heimaliggjandi húsmóðir. Er ekki alltaf nýbakað þegar þú kemur úr skólanum.
Kveðja úr snjónum á Suðureyri
Ingólfur H Þorleifsson, 12.2.2008 kl. 21:11
Það er nú eitthvað lítið um slíkan munað. Heimaliggjandi húsmóðirin er orðin að söngnema, ekki það að hún hafi bakað mikið áður en hún byrjaði í náminu.
Ársæll Níelsson, 12.2.2008 kl. 22:30
Hún getur þó allavega sungið fyrir þig á meðan þú skúrar.
Ingólfur H Þorleifsson, 13.2.2008 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.