Andsetnir nemendur á Tálknafirði

Í huga minn kemur atvik úr enskutíma einum í grunnskólanum á Tálknafirði þegar ég var í 7. bekk að mig minnir.  Fljótlega eftir að tíminn byrjaði urðum við strákarnir allt í einu fyrir einhverjum undarlegum áhrifum. Við hlupum um á borðum og stólum og fleygðum á milli okkar skóladóti sem síðan endaði allt í einni hrúgu úti í einu horni skólastofunnar. Þegar skóladótinu hafði verið fleygt til hliðar þá fengu borð og stólar að fjúka í annað horn. Greyið kennarinn, skólastjórafrúin Björk, fékk okkur með engu móti til að hætta látunum. Við lestur þessarar fréttar geri ég mér loks grein fyrir því hvað réði athöfnum okkar, við vorum greinilega andsettir einhverskonar ærsladraugum. Stelpurnar sluppu alveg frá téðum draugum en voru þess í stað gripnar óstöðvandi ofsahlátri. Þar sem Björk greyið hefur greinilega haft litla reynslu af því að kveða niður drauga þá varð hún á endanum dauðskelkuð og hljóp snökktandi út.

 


mbl.is Andsetnir nemendur í Úganda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband