Steinar kom í heimsókn síðastliðinn þriðjudag og dvaldi hjá fjölskyldunni þar til í dag. Þar sem Steinar kom út til að slappa af þá var ekki mikið álag á gestgjöfunum að labba um allar trissur og skoða borgina, sem var ágætt. Hins vegar var farið út að borða, kíkt í einn verslunarleiðangur og farið á tvenna tónleika.
Við Steinar fórum sem sagt á tónleika með KORN í KB Hallen síðastliðið fimmtudagskvöld og skemmtum okkur ágætlega. Upplifunin fannst mér þó ekki jafn góð og þegar ég fór á tónleika sem hljómsveitin hélt á Íslandi hérna um árið. Getur verið að sú staðreynd að tveir hinna upprunlegu meðlima hafa síðan þá yfirgefið hljómsveitina hafi eitthvað um það að segja. Það eru David trommuleikari og Head gítarleikari, og í stað þeirra hafa komið tveir ónefndir tónlistarmenn auk hljómborðsleikara og bakraddaöskrara sem eru hrein viðbót. Til að kóróna allt saman þá forfallaðist Munky, sem er þá eini upprunalegi gítarleikarinn, og í hans stað var enn ein ónefnan. Þarna voru því aðeins söngvarinn Jonathan Davis og bassaleikarin Fieldy sem fulltrúar upprunalega bandsins með fjóra varamenn sé til halds og trausts. Mér leið því pínulítið eins og Guns and Roses aðdáenda myndi líða á tónleikum með Axl Rose í dag.
Seinni tónleikarnir sem við fórum á voru með Mugison á laugardagskvöldið. Hann var svo elskulegur að setja okkur á gestalista og kunnum við honum miklar þakkir fyrir það. Gestir þar voru um það bil 400 (1/10 af gestafjölda KORN tónleikana) og voru þar íslendingar í stórum meirihluta, við Steinar giskuðum á um 80%. Mér fannst það miður. Tónleikarnir voru alveg magnaðir. Mugison opnaði með upphafslagi nýju plöturnar, Mugiboogie, og lagði þannig línurnar fyrir restina af tónleikunum sem aðallega voru samsettir af lögum þeirrar plötu. Hann tók þó 3 lög af fyrri plötum, þar á meðal Murr murr (stórkostlegur flutningur á því lagi, veggir og gólf nötruðu) enda hefði hann ekki komist upp með annað. Tónleikarnir voru alveg hreint stórkostlegir og hann fór létt með að toppa KORN tónleikana. Það er ótrúlegt að fylgjast með þessum rólega hlédræga manni gjörsamlega breytast í villidýr þegar hefur gítarinn og míkrafón fyrir framan sig.
Spurt er
Tenglar
Ekki moggabloggvinir
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Pétur Gunnarsson
- Sigurvin Guðmundsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Benedikt Karl Gröndal
- Birgir Örn Sigurjónsson
- Bwahahaha...
- Dofri Hermannsson
- Durtur
- Dætur og synir Íslands.
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Elfar Logi Hannesson
- Fannar frá Rifi
- Fanný
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Frú Norma
- Garpur76
- gudni.is
- Gunnar Pétur Garðarsson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Heiða Þórðar
- Helgi Seljan
- Ingólfur H Þorleifsson
- íd
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Kristinsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Bjarnason
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kasetta
- Katrín
- Killer Joe
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Lilja Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Marsibil G Kristjánsdóttir
- Marta
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Möguleikhúsið
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skafti Elíasson
- Svavar Knútur Kristinsson
- sveinn valgeirsson
- Sverrir Stormsker
- Sæþór Helgi Jensson
- Vestfirðir
- Þjóðleikhúsið
- Þorleifur Ágústsson
- Örnólfur Þórir Örnólfsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.