Reef n´ Beef

Eiríkur og Fanný voru hérna í Köben í byrjun janúar og létu það yfir sig ganga að eyða smá tíma með mér og fjölskyldunni. Ég kann þeim þakkir fyrir göngutúrana en þó sérstaklega fyrir boðið á ástralska veitingastaðinn Reef n´Beef. 45a2949e37d46
Ég hafði heyrt nokkuð af þessum stað og séð hann auglýstan. Var mjög spenntur yfir tilhugsuninni um að smakka á kengúru og krókódíl. Ég pantaði mér því hvort tveggja. Ég pantaði Bush Tucker Menu en hann samanstóð af kengúru carpaccio í forrétt, krókódílahala með hollandaise sósu í aðalrétt og Bunya hnetu pavlóvu rúllu í eftirrétt. Þessu skolaði ég niður með glasi af Craneford Shiraz.  Það besta við máltíðina var án efa rauðvínið sem var það allra besta sem ég hef smakkað. Hver sopi var eins og fullnæging fyrir bragðlaukana. Kengúran var góð, en sennilega voru það mistök að panta hana í forrétt því að carpaccio á það til að bragðast mest af ólívuolíunni sem helt er yfir það. Ég smakkaði reyndar beikonvafða kengúrusteik hjá Auði og hún var alveg frábær. Meyrara kjöt hef ég sjaldan smakkað. Krókódíllinn var án efa vonbrigði kvöldsins, hann var mjög svipaður en þó örlítið verri en mjög þurr kjúklingabringa, áhugaverðast við þann rétt voru þó án efa bláu kartöflurnar. Pavlóvan var einnig hrikalega góð líkt og aðrir eftirréttir sem pantaðir voru við borðið. Death by chockolate tók bikarinn fyrir skemmtilegustu nafngiftina. Ég smakkaði einnig forréttinn hjá Auði, en hún pantaði sér Smoked Emu Rolls sem var nokkuð áhugaverður. En ég hef sjaldan hrifist af reyktu fuglakjöti og tók því engin heljarstökk af hrifningu yfir Emúanum. Það var þó gaman að smakka á nýju hráefni.

Ég get eindregið mælt með staðnum. Í heildina litið var maturinn mjög góður og framsetningin skemmtileg. Staðurinn var hlýlegur, andrúmsloftið þægilegt og þjónustan góð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanný

Takk fyrir mjög góðar stundir í köben og sérstaklega gott kvöld á Reef n´Beef

Fanný , 27.1.2008 kl. 12:50

2 identicon

Ég hef einmitt pantað mér krókódílinn á þessum veitngastað. Mér fannst hann vera eins fiskur með kjúklingabragði. Og bláu kartöflurnar voru skrýtnar. En ég smakkaði einn besta bjór sem ég hef fengið. Man reyndar ekki hvað hann hét, en hann ábyggilega ástralskur...

Benni (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband