Á föstudaginn lauk grímugerðarnámskeiðinu. Námskeiðið var ljómandi skemmtilegt og fræðandi. Áður en námskeiðið hófst hafði ég á orði að ég vildi óska að ég gæti gert jafn fagmannlega grímu og þær sem kennararnir höfðu með til að sýna okkur. Og viti menn, held barasta að mér hafi tekist það.
Þetta var langt ferli, aldrei hefði ég trúað því hvað þetta var langt og flókið.
Fyrsta einn og hálfan daginn var unnið að því að móta útlit grímunnar úr leir. Að því loknu var steypt negatífa í gifs. Á þriðja degi var unnið að því að setja pappamassa inn í negatífa gifsmótið. Til þess voru notaðar tvær tegundir af pappír sem einungis er til sölu á Ítalíu. Alls voru settar fjórar umferðir, tvær af hvorri pappírstegund. Á fjórða degi var gríman tekin úr mótinu, kantar hennar klipptir til og límdir aftur og skorin út augu. Síðan bárum við á þær gifs og trélímsblöndu til að styrkja þær, pússuðum þær upp og grunnuðum svo loks með akrýlmálningu. Hvítur grunnur að utan en svartur að innan. Fimmta og síðasta daginn máluðum við grímurnar til að skerpa útlínur og andlistdrætti áður en þær voru svo málaðar með blöndu af einhverskonar fljótandi biki (sem einungis fæst á Ítalíu) og terpentínu. Hlutfallið á milli biksins og terpentínunnar fór eftir því hve dökk gríman átti að vera.
Námskeiðinu er sem sagt lokið og þá hefst aftur reglubundin kennsla í skólanum. Vinnum með nýju grímurnar þessa vikuna og svo aðrar tegundir á næstu vikum.
Flokkur: Bloggar | 25.11.2007 | 21:02 (breytt kl. 21:20) | Facebook
Spurt er
Tenglar
Ekki moggabloggvinir
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Pétur Gunnarsson
- Sigurvin Guðmundsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Benedikt Karl Gröndal
- Birgir Örn Sigurjónsson
- Bwahahaha...
- Dofri Hermannsson
- Durtur
- Dætur og synir Íslands.
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Elfar Logi Hannesson
- Fannar frá Rifi
- Fanný
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Frú Norma
- Garpur76
- gudni.is
- Gunnar Pétur Garðarsson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Heiða Þórðar
- Helgi Seljan
- Ingólfur H Þorleifsson
- íd
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Kristinsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Bjarnason
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kasetta
- Katrín
- Killer Joe
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Lilja Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Marsibil G Kristjánsdóttir
- Marta
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Möguleikhúsið
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skafti Elíasson
- Svavar Knútur Kristinsson
- sveinn valgeirsson
- Sverrir Stormsker
- Sæþór Helgi Jensson
- Vestfirðir
- Þjóðleikhúsið
- Þorleifur Ágústsson
- Örnólfur Þórir Örnólfsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1331
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er bara helvíti flott gríma hjá þér, ekki datt mér í hug að þetta væri svona flókið!
Marta, 25.11.2007 kl. 23:14
Getur greinilega ekki gert grímu nema vera með hráefni frá Ítalíu...mér sem var sagt í myndmennt í grunnskólanum að dagblöð væru alveg nóg nema dv þar sem kennarinn hafði litlar mætur á því blaði.
Oddur (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 14:40
Auðvitað er hægt að gera grímu á einfaldari hátt og einnig má notast við öðruvísi pappir. Dagblaðapappírinn er bara mun þynnri en sá sem við notuðum og hefur allt aðra eiginleika. Með pappírnum sem við notuðum var hægt að merja saman samskeytin svo að þau hurfu og fyrir vikið fær gríman slétt yfirborð.
Ársæll Níelsson, 26.11.2007 kl. 21:04
Meinar...en já kannksi þú ættir að fara að hafa áhyggjur af því að manson tónleikarnir verði kannski ekki... sértaklega þar sem manson ætlar að reyna að slá heimsmetið í því að liggja lengst í snákabaði....gamla metið er 45 min... http://mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1305431
Oddur (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 11:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.