Um liðna helgi lagði ég tvívegis land og sund undir fót. - Eða öllu heldur fjórvegins, ef með eru teknar heimferðirnar- Ég skrapp yfir til Sviþjóðar, nánar tiltekið Helsingborg, til að fylgjast með trúðafestivali sem þar fór fram. Á laugardaginn ferðaðist ég ásamt kennaranum mínum og þremur samnemendum en á sunnudag fjórum samnemendum og litlu fjölskyldunni minni. Ég komst að því að trúðar geta bæði verið eitt besta skemmtiefni sem ég hef kynnst og það allra versta. Það er sannarlega fátt verra en slæmur trúður. Þá sá ég það einnig að það er ekki nóg að vera góður í fræðinni ef maður er með lélegt efni. Mun skemmtilegra er að fylgjast með lélegum trúð flytja gott efni. Á hátíðinni gaf að líta nokkurn veginn allan skalann.
Þessa vikuna erum við að læra að búa til grímur. Grímurnar eru úr pappamassa og er aðferðin víst aldagömul og fengin frá Feneyjum. Kennararnir tveir eru hinsvegar frá Þýskalandi og Írlandi. Sú þýska gerir sér stundum að leik að tala með þykkum þýsku gervihreim. Írinn gerir sér að leik að tala og gera að gamni sínu. Honum finnst hann fyndinn og það finnst mér oftast líka, þó ekki endilega af sömu ástæðu og honum. Bæði eru þau mjög viðkunnanleg og klár í sínu fagi og mér finnst námskeiðið bæði fræðandi og skemmtilegt.
Flokkur: Bloggar | 21.11.2007 | 21:02 (breytt kl. 21:04) | Facebook
Spurt er
Tenglar
Ekki moggabloggvinir
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Pétur Gunnarsson
- Sigurvin Guðmundsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Benedikt Karl Gröndal
- Birgir Örn Sigurjónsson
- Bwahahaha...
- Dofri Hermannsson
- Durtur
- Dætur og synir Íslands.
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Elfar Logi Hannesson
- Fannar frá Rifi
- Fanný
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Frú Norma
- Garpur76
- gudni.is
- Gunnar Pétur Garðarsson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Heiða Þórðar
- Helgi Seljan
- Ingólfur H Þorleifsson
- íd
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Kristinsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Bjarnason
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kasetta
- Katrín
- Killer Joe
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Lilja Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Marsibil G Kristjánsdóttir
- Marta
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Möguleikhúsið
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skafti Elíasson
- Svavar Knútur Kristinsson
- sveinn valgeirsson
- Sverrir Stormsker
- Sæþór Helgi Jensson
- Vestfirðir
- Þjóðleikhúsið
- Þorleifur Ágústsson
- Örnólfur Þórir Örnólfsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1331
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og hvenær kemur myndin af þinni grímu á netið?
Marta, 22.11.2007 kl. 01:11
Á morgun
Ársæll Níelsson, 22.11.2007 kl. 06:46
Bíddu...ert þú ekki í trúðaskóla?
Benni (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 17:46
Má eiginlega frekar kalla þetta leikhússkóla. Tökum fyrir mörg viðfangsefni, þ.a.m. trúðar, grímur, kabarett, buffon og margt fleira.
Ársæll Níelsson, 22.11.2007 kl. 22:04
Það er greinilegt að eitursnjöll kaldhæðni mín hefur farið fyrir ofan garð og neðan. Og eftir að hafa lesið bloggið aftur skil ég hvers vegna. Ég gjörsamlega skaut langt yfir markið.
Benni (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 01:40
Ég var nývaknaður þegar ég svarði þessu. Fattaði svo þegar ég var kominn í skólann og nýbúinn með morgunkaffið mitt hvað þú varst að reyna. Við verðum báðir að gera betur á framtíðinni, það er deginum ljósara.
Ársæll Níelsson, 23.11.2007 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.