Skipið

Lauk nýverið við að lesa Skipið eftir Stefán Mána.
Sagan var spennandi og greip mann á fyrsta kafla. Ég átti erfitt með að leggja bókina frá mér og kláraði hana á tæpum tveim sólarhringum.
        Stefán Máni lofar góðu og ég mun vafalaust fylgjast eitthvað meira með verkum hans, ætla að lesa Svartur á leik við fyrsta tækifæri. Á skrifum Stefáns fann ég þó einn afgerandi galli. Honum verður iðulega á að gleyma sér í og velta sér upp úr eigin frumleika. Myndlíkingar í bókinni eru svo gríðarlega margar að það liggur við að þær séu jafnmargar atburðum. Sumar hverjar eru svo langar að maður heldur að höfundurinn sé að missa sig í að koma með myndlíkingu á myndlíkinguna.
       Að öðru leyti er bókin góð og það má telja Stefáni Mána það til tekna að kynnir sér vel viðfangsefni sitt og dregur upp skýra mynd af aðstæðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér fannst Skipið líka mjög spennandi og lagði bókina ekki frá mér. Það sem fór þó í taugarnar á mér var að hann skrifaði bókina greinilega með það í huga að hún yrði kvikmynd einn daginn (sem mér skilst að sé einmitt í pípunum) og því var sumt dálítið skringilega sett fram. Annars á Stefán Máni ekkert í greifa myndlíkinganna, Hallgrím Helgason, en ég gefst yfirleitt upp á bókum hans á fyrsta kafla vegna þess að mér finnst hann aldrei ætla að koma sér að efninu.

Tinna (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 13:16

2 Smámynd: Ársæll Níelsson

já, er sammála. Bæði hvað varðar Skipið og Hallgrím Helgason. Gafst sjálfur fljótlega upp á Hr. Alheim, þrátt fyrir að hafa fundist sagan áhugaverð,  og hef ekki lagt í að lesa aðrar bækur eftir hann.

Ársæll Níelsson, 22.11.2007 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband