Gajol

Meðfylgjandi eru vísanir í tvær sjónvarpsauglýsingar frá Gajol:

The Sugarfrees - I Lommen På Dig
The Sugarfrees - Drops

Þessar auglýsingar vekja með mér mikla kátínu.

Saga Ga-jol hófst árið 1872. Galle og Jessen, ungir brjóstsykurgerðarmenn frá Kaupmannahöfn fjárfestu þá í húsnæði og nauðsynlegum áhöldum til að hefja eigin brjóstsykurgerð. Verkmsiðja þeirra stóð við Kongens Nytorv og til að byrja með skiptust þeir á að standa vaktina yfir pottunum og keyra vörurnar í búðirnar eða heim til viðskiptavina.
     tre-gamle-ga-joler-og-en-ny~Á næstu þrem árum óx fyrirtækinu fiskur um hrygg. Það skipti nokkrum sinnum um húsnæði, réði til sín starfsfólk og bætti nýjum vörum við framleiðsluna, s.s. karamellum, súkkulaðikonfekti, marsipani og hreinu súkkulaði. Árið 1875 lögðu þeir félagar upp í mikla auglýsingaherferð til að markaðsetja nýjustu vöruna sína; Íslenskar mosa-töflur. Mjúkar hálstöflur unnar úr íslenskum mosa.  Varan seldist hinsvegar illa og var fljótt tekin af markaði.
      Árið 1884 hófust framkvæmdir við nýtt verksmiðjuhúsnæði fyrirtækisins við Vibenhus Rundel. Fyrirtækið var seinna innlimað í Toms súkkulaðirisan sem flutti alla súkkulaðiframleiðsluna til Ballerup árið 1971. Gömlu verksmiðjunni við Vibenhus Rundel var svo endanlega lokað þegar öll töflu-framleiðsla fyrirtækisins var sameinuð Pingvin og flutt til Avedovre. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband