Já, hérna í litlu stórborginni er enginn skortur á ofantöldu. Ég þarf ósjaldan að leggja leið mína um Istedgaden þar sem einn af strætisvögnunum "mínum" stoppar þar og auk þess hef ég fundið krá á téðri götu sem mér líkar ágætlega. Á milli kráarinnar og miðbæjarins, þ.e. Hovedbanegaden og Radhuspladsen, er svo hin alræmdi götuhluti þar sem ógæfufólkið heldur sig. Þetta er einungis um 2-300 metra langur kafli sem varpar skugga á annars ljómandi skemmtilega og líflega götu sem spannar u.þ.b. 1,5 km vegalengd. Það er óhætt að segja að allar þær götumellur sem gatan hefur upp á að bjóða þessa dagana hafa boðið mér blíðu sína, sumar oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, og eins hefur ósjaldan verið hvíslað að mér "Cola?", en þannig vekja salarnir athygli á vöru sinni og eru að vísa til kókaíns. Fíkniefnasalarnir eru þrátt fyrir allt mjög kureteisir og eru ekkert að abbast upp á mann, maður lætur bara sem maður hafi ekki heyrt hvíslið og heldur áfram göngu sinni. Vændiskonurnar eiga þó til að vera ákveðnari, lauma hendi um mitti manns og hendur, labba með manni áleiðis að hinum ósýnilegu landamærum undirmálsmenningar og hins viðurkennda næturlífs, á meðan þær hvísla fögrum fyrirheitum holdlegar nautnir í eyra manns. Um leið og komið er að "landamærunum" sleppa þær hinsvegar takinu og snúa sér að öðrum. Þess ber þó að geta að flestar láta segjast eftir fyrsta "Nei".
Frjálslega vaxna, þeldökka vinkona okkar Hauks hefur hinsvegar ekki sést. Reyndar kom að máli við mig frjálslega vaxin, miðaldra þeldökk vændiskona sem hugsanlega hefur verið móðir hinnar. Annars eru þær allar þeldökkar vændiskonurnar sem ég hef orðið var við, fyrir utan eina sem var frá mið-austurlöndum, ég geri ráð fyrir að faðir hennar og bræður séu ekki hlynntir ærumorðum.
Þetta er Ársæll Níelsson sem bloggar frá Kaupmannahöfn.
Spurt er
Tenglar
Ekki moggabloggvinir
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Pétur Gunnarsson
- Sigurvin Guðmundsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Benedikt Karl Gröndal
- Birgir Örn Sigurjónsson
- Bwahahaha...
- Dofri Hermannsson
- Durtur
- Dætur og synir Íslands.
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Elfar Logi Hannesson
- Fannar frá Rifi
- Fanný
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Frú Norma
- Garpur76
- gudni.is
- Gunnar Pétur Garðarsson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Heiða Þórðar
- Helgi Seljan
- Ingólfur H Þorleifsson
- íd
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Kristinsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Bjarnason
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kasetta
- Katrín
- Killer Joe
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Lilja Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Marsibil G Kristjánsdóttir
- Marta
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Möguleikhúsið
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skafti Elíasson
- Svavar Knútur Kristinsson
- sveinn valgeirsson
- Sverrir Stormsker
- Sæþór Helgi Jensson
- Vestfirðir
- Þjóðleikhúsið
- Þorleifur Ágústsson
- Örnólfur Þórir Örnólfsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að vita að þér látið ekki freystast af boðum ógæfufólksins og haldir þinni braut herra minn... en talandi um frjálslegavaxinn...ég man ekki betur en að þetta orð hafi fyrst komið upp er ég, þú og haukur sátum eitt gott kveldi á manga hinum langa og upp kom þetta skemmtileg orð....en gott orð er það hvernig sem það varð til á okkar vörum.
Oddur (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 17:23
ehemm
Auður (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 09:29
Er þetta uppáhald leiðin þín á pöbbinn, ekki nema von að Auður hafi fengið eitthvað í hálsinn og þurft að ræskja sig.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 13.9.2007 kl. 10:42
Oddur: orðið var nú eflaust til langt áður en það bar á góma okkar í umræddu samtali. Skemmtilegt þó að vita að mér skuli takast að kenna þér íslensku ;)
Matta: Lestu nú aðeins betur, þarna stoppar strætóinn og ég því nánast tilneyddur að rölta þessa leið. Gæti tekið á mig krók en finnst það óþarfi.
Ársæll Níelsson, 13.9.2007 kl. 18:51
Þar sem ég tel mig vera búna að landa þér og tryggja þá treysti ég þér alveg til að rölta þarna í gegn. Passaðu þig bara á flatlúsunum. Þú veist aldrei hvar þær eru nýbúnar að klóra sér áður en þær grípa í hendina á þér. Þú ert nú líka svo myndarlegur að það er ábyggilega góð tilbreyting í daginn hjá þeim að gera sér vonir um að ná í þig og þitt veski. Ég veit að það er það hjá mér. ;o)
Annars leiðist mér svo mikið í dag að ég vil fá blogg! Ekkert að gera og ég föst yfir símanum í vinnunni. ;oþ Bloggin þín gefa einmitt líka von um góða tilbreytingu á annars leiðinlegum degi.
Svo vil ég leggja fram formlega kvörtun vegna þessarar ruslpóstvarnar, þetta eru orðin svo flókin dæmi að það liggur við maður þurfi að nota reiknivél! Hvað varð um 1 + 3 ?
kv. Auður "veit ekki hvernig heili, a.m.k. ekki stærðfræði-heili" Birna ehemm-konan þín. ;o*
Auður Birna (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.