Í tilefni þess að ég hef flust búferlum í okkar gömlu höfuðborg þá hef ég ákveðið að snúa aftur úr sjálfskipaðri útlegð úr bloggheimum, svo að vinir og vandamenn eigi betur með að fylgjast með mér.
Síðastliðinn laugardag, þann 30. ágúst, mætti ég á Leifstöð rétt upp úr 5 um morguninn. Auðvitað var haugur af liði á undan mér í röðinni þar sem Express beindi farþegum tveggja flugvéla í sömu röðina. Ég sniglaðist með röðinni í góðan hálftíma áður en komið var að mér (Rakst reyndar á Árna Grétar og Betu sem voru á leið til London og svo Ítalíu). Þegar ég svo fór í gegnum öryggishliðið var mér snúið við því ég var með of mikinn vökva í handfarangrinum (bölvað krullu-sjampúið) og þurfti ég því að hlaupa aftur niður til að "checka" töskuna inn. Þegar ég loksins komst svo inn í fríhöfnina voru 40 mínútur í auglýstan brottfarartíma vélarinnar. Ég náði að skella í mig einum Thule svona í kveðjuskyni og spjalla við Árna og Betu. 06.50 er ég svo kominn í röð við hliðið. 07.30 fékk ég, ásamt hinum í röðinni, þar af um 20 stk af blekölvuðum hormónasprengjum, að vita að vegna tæknilegra örðuleika yrði ekki hleypt strax inn í vélina. Hálftíma seinna var vélin þó farin í loftið. Það var þó ekki til að bæta skap mitt að sjá hvaða flugfreyr var með minn hluta vélarinnar á sinni könnu. Jú, hver annar en Heiðar snyrtir. Það munaði litlu að ég stykki út en afréð þó að láta mig hafa það.
Þegar komið er til Köben dríf ég mig beinustu leið upp í leigubíl, enda orðinn 30 mín of seinn til að hitta þann sem leigir mér herbergi til 15. sept (þá fæ ég afhenta íbúðina sem fjölskyldan kemur til með að búa í). Herbergið er annað tveggja á fjórðu hæð í týpískum verkamannakassa með garði í miðjunni. Ég deili litlu eldhúsi og pínulitlu baðherbergi með leigjanda hins herbergisins. Smæð baðherbergisins er slík að til að fara í sturtu þarf ég nánast að sitja á hornvaskinum, með annan fótinn ofan í klósettinu og að auki þarf ég að hrista sturtuhausinn yfir mér til að blotna því það kemur ekkert vatn úr miðjunni á honum. Í sjálfu herberginu eru svo borð og stóll, ódýrasti fataskápurinn úr Ikea, kollur með u.þ.b. "5 sjónvarpi og svo hermannabeddi sem er svo slappur að ég get talið gormana með rifbeinunum. Það er þó mikill kostur að hér er internet tenging og kapalsjónvarp og svo stoppar strætóin minn bókstaflega beint við útidyrahurðina.
Um kvöldið rölti ég Strikið þvert og endilangt. Ég byrjaði miðbæjarferðalag mitt um 18.30 og tókst að láta það endast í 11 tíma. Þar sem ég stóð fyrir utan "pöbbinn okkar Hauks" á Istedgade 22 og fékk mér ferskt loft með bjórnum mínum, þá vindur sér upp að mér maður sem greinlega aðhyllist Íslam og byrjar að spyrja mig út í þennan pöbb. Hann spyr mig svo að því hvaðan ég sé og verður mjög spenntur þegar ég segi honum það. Í ljós kemur að hann er mjög heillaður af íslenska hestinum, smæð hans og fjölda gangtegunda. Þar sem hann stendur fyrir framan mig og talar við mig með blöndu af ensku- með illskiljanlegum framburði- og dönsku tekst honum að fara á mettíma frá því að tala um íslenska hestinn, yfir í gríska hugsuði, trúarbragðafræði og að lokum Jesú og Múhammeð. En hann færði mig svo í allan sannleikan um það hvað Jesú væri mikill morðingi og orsök alls hins illa í heiminum. Reyndar endaði samtalið fljótlega eftir að hann sagði mér frá því hvernig hann sjálfur hafði hangið á krossinum, farið til himna, stjórnað heiminum, drepið Jesú (sem heitir víst eftir á og þýðir Heilagt Vatn), og ýmislegt annað. Þetta var í það minnsta stórmerkilegur maður sem hefur verið til í ýmsum myndum í um 3.000 ár, að eigin sögn.
Þegar ég var að gefast upp á því að vera einn á djamminu í Köben, ég var bókstaflega að teyga síðasta sopan úr glasinum, þá kemur að sjálfsögðu upp að mér íslendingur sem er systir, vinkonu vinkonu minnar oh býður mér að setjast hjá sér og sínum. Það var upphafið að ágætu pöbbarölti sem endaði svo á hommabar (einn úr hópnum var samkynhneigður) þar sem nýlegt sænskt evróvisjon popp var álitin besta uppfinning sem fram hefur komið síðan Vaselín var sett á markað.
Skólinn byrjaði svo með látum á mánudag. Ég er einn af þremur strákum, annar er íslenskur en hinn er danskur. Að auki eru svo sex stelpur í hópnum, tvær danskar, ein finnsk og 3 sænskar. Svo skilst mér að líkur séu á að 3 nemendur bætist í hópinn á næstu dögum.
Í skólanum er eingöngu verið að vinna með líkamann og skilning manns á hreyfingu. Það þýðir endalausar teygju- og leikfimiæfingar. Síðustu fjóra daga er ég búinn að teygja á fleiri vöðvum en ég hef notað alla mína ævi.
Læt þetta duga, bless
Flokkur: Bloggar | 6.9.2007 | 18:10 (breytt kl. 18:18) | Facebook
Spurt er
Tenglar
Ekki moggabloggvinir
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Pétur Gunnarsson
- Sigurvin Guðmundsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Benedikt Karl Gröndal
- Birgir Örn Sigurjónsson
- Bwahahaha...
- Dofri Hermannsson
- Durtur
- Dætur og synir Íslands.
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Elfar Logi Hannesson
- Fannar frá Rifi
- Fanný
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Frú Norma
- Garpur76
- gudni.is
- Gunnar Pétur Garðarsson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Heiða Þórðar
- Helgi Seljan
- Ingólfur H Þorleifsson
- íd
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Kristinsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Bjarnason
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kasetta
- Katrín
- Killer Joe
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Lilja Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Marsibil G Kristjánsdóttir
- Marta
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Möguleikhúsið
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skafti Elíasson
- Svavar Knútur Kristinsson
- sveinn valgeirsson
- Sverrir Stormsker
- Sæþór Helgi Jensson
- Vestfirðir
- Þjóðleikhúsið
- Þorleifur Ágústsson
- Örnólfur Þórir Örnólfsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ehemm, fær maður sér alltaf bjór í Leifsstöð? Jafnvel þó klukkan sé 6 að morgni? (Eða kannski sérstaklega þá?)
Alexander Hrafn biður að heilsa. Er eitthvað farinn að minnka það að kalla á þig út um bréfalúguna en leytar lengi að þér sé hann spurður hvar þú ert. Það eru Róbert og Einar sem eru svo grimmir
Sjáumst eftir 2 vikur.
Auður (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 11:01
Það er bara byrjað með látum þarna úti.. hehe en hafðu það rosalega gott.. :) og gangi þér alveg rosa vel í skólanum, passaðu bara að slíta ekki vöðva! hehe heyrumst :)
Kv Petra
Petra (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 08:26
jæja varð nú bara að kvitta gaman að fá að fylgjast með þér úti vertu nú duglegur eins og alltaf þú verður fljótur að heilla dönsku þjóðina
hulda Sím (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 20:21
Nú viljum við fá nýjar fréttir
Kveðjur til Köben
Kata ,,hótelstýra"
Katrín, 11.9.2007 kl. 11:05
Var smávaxna, frjálslega vaxna, hörundsdökka vændiskonan á sínum stað?
Istegade klikkar aldrei.
Haukur (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.