Hverjar eru þínar úrlausnir Einar K?

Á bloggi sínu þann 28. mars fjallar Einar K. Guðfinnson  um "málefnafátækt" stjórnarandstöðunar í Norðvestur-kjördæmi, sem hann segir hafa birst sjónvarpsáhorfendum í kosningasjónvarpi stöðvar 2 á dögunum. Eitt risastórt O er það sem hann kallar svör andstöðunnar við spurningunni um hvað þyrfti að gera til að laga hér ástandið í atvinnu- og byggðarmálum. Auðvelt er að gagnrýna en erfiðara að koma með svör. Það hlakkar í honum af þessu tilefni og sjálfur gagnrýnir hann gagnrýni stjórnarandstöðunnar fyrir að gera ekkert gagn heldur einungis vera á móti og koma með með allsherjarlausnir..... eða eitthvað í þá áttina.

Sjálfur ber hann engar lausnir á borð, og þó hann geri það ekki akkurat í umræddum pistli, þá stingur hann yfirleitt hausnum í sandinn, vegsamar meingallað ástandið og reynir að telja okkur trú um að þetta sé það besta sem okkur býðst, þ.e. ástandið eins og það er í dag. Flokkur hans hefur ekkert fram að færa nema enn fleiri nefndir og ítrekaðar lygar og fíflagang.

Við Einar og hans kammerata hef ég aðeins þetta að segja, a.m.k í bili: Frekar vel ég þá menn sem sjá að breytinga er þörf, þó allsherjarlausnirnar séu ekki til staðar, frekar en menn blindaða af taumlausri flokkatryggð og afneitun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Nú líst mér vel á þig polli. Áfram á sömu braut. Einar Kristinn er fastur í gildru fortíðar EG-hf, og hafður í bandi Þorsteins Más og félaga í LÍÚ. Það er augljóst enda þrotabúið ekki enn gert upp eftir 16 ár.

Níels A. Ársælsson., 31.3.2007 kl. 03:42

2 Smámynd: Marta

Er það bara ég eða virkar þessi mynd á þig eins og ég sé eina drukkna manneskjan á myndinni???

Marta, 10.4.2007 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband