Ég var reyndar búinn að vera að skrifa heljar færslu um málefni líðandi stundar, svona eins og Alþingi og atvinnuástand á Vestfjörðum en tapaði þeirri færslu fyrir klaufaskap. Ég nenni ekki að reyna að skrifa það- allt aftur þannig að ég skelli bara inn þriðju upprifjun.
föstudagur, maí 21, 2004
Yfirþyrmandi löngun til að rita hér skemmtilegan og safaríkan pistil, svona til tilbreytingar, hefur gripið um sig í hjarta mínu.
Vika er síðan ég kom með almennilegan pistil og þar á undan liðu heilar tvær viku. Inn á milli átti ég reyndar eina og eina skítafærslu sem engann veginn nær að flokkast sem góður pistill.
Ég var vaknaður nokkuð snemma í morgun - miðað við mann sem hvergi þarf að vera mættur fyrr en klukkan 14.00 - og hefði því verið tilvalið að gera eitthvað af viti eins og til dæmis að þrífa vistarverur mínar, brjóta saman þvott eða annað kellingalegt. Í örvæntingafullri leit minni að einhverju - bara einhverju! - öðru til að gera við tíma minn - til virðast of upptekinn til að sinna ofangreindum húsverkum - þá skellti ég mér á fréttavefi netsins og hóf þar lestur.
Það er svo sem fátt nýtt í fréttum, þetta er alltaf sami skíturinn.
Misþyrmingar BNA hermanna í Írak eru afsakaðar með því að benda á hvað þetta var miklu verra hjá Saddam, í von um að almenningur hugsi sem svo; "af tvennu illu, þá eru kanarnir kannski skárri kostur." Afhverju er í lagi að vera smá vondur bara af því að einhver annar var alvondur?
Á vefnum gagnauga.is má finna viðtal við uppgjafahermann sem fór stoltur í vinnuna á herjum degi síðustu 12 árin. Eftir komuna heim frá Írak fór hann að berjast á móti stríðsrekstri stjórnvaldanna sem hann fylgdi áður í blindni. Það sem opnaði augu hermannsins voru orð lífshættulega særðs borgara frá Bagdad; "Afhverju myrtuð þið bróðir minn? Við gerðum ekkert."
-
"Ísraelsher myrti 50 saklausa flóttamenn í leit sinni að göngum vopnasmyglara. Þeir höfðu ekki erindi sem erfiði og báðust því afsökunar á þessu öllu saman."
Ég sé alveg fyrir mér 10 vígamenn sem standa inni í bárujárnskofanum sínum uppteknir við að hlaða á sig sprengjum og hríðskotabyssum. Myndir af nýföllnum afkvæmum og ættingjum fylla vasa þeirra og grænar grímur hylja tárvot andlit. Meðan þeir gera sig klára fyrir hefndaraðgerðir, kyrja þeir bænir til fallina ástvina og til Allah, sem uppi á himnum er í óðaönn við að undirbúa veislu til heiðurs þeim.
Rétt áður en þeir halda út í opinn dauðann, kemur hlaupandi til þeirra ung kona sem heldur á blaði. Hún réttir forsprakka hópsins blaðið sem á er prentuð fréttatilkynning frá Ísraelsher. Forsprakinn les upphátt afsökunarbeiðni hersins. Fólkið er allt þögult um stund, lítur svo fljótandi augum hvert á annað, vígamennirnir kasta af sér vopnum og allir fallast grátandi í faðmlög. Engin ástæða er lengur til að hefna, herinn segir að þetta hafi verið óvart, vígamennirnir fara hver til síns heima og uppi á himnum hefst Allah handa við að fjarlæga músastiga og diskókúlur úr loftinu.
Hérna á klakanum er lítil hætta á því að ég fái loftskeyti upp í rassgatið og hef ég því aðeins áhyggjur af niðurstöðum prófa og smá kulda á tánum.
Lífið er gott.
Spurt er
Hvað af þessum nöfnum fer best á vestfirskt kaffihús?
Tenglar
Ekki moggabloggvinir
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Pétur Gunnarsson
- Sigurvin Guðmundsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Benedikt Karl Gröndal
- Birgir Örn Sigurjónsson
- Bwahahaha...
- Dofri Hermannsson
- Durtur
- Dætur og synir Íslands.
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Elfar Logi Hannesson
- Fannar frá Rifi
- Fanný
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Frú Norma
- Garpur76
- gudni.is
- Gunnar Pétur Garðarsson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Heiða Þórðar
- Helgi Seljan
- Ingólfur H Þorleifsson
- íd
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Kristinsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Bjarnason
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kasetta
- Katrín
- Killer Joe
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Lilja Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Marsibil G Kristjánsdóttir
- Marta
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Möguleikhúsið
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skafti Elíasson
- Svavar Knútur Kristinsson
- sveinn valgeirsson
- Sverrir Stormsker
- Sæþór Helgi Jensson
- Vestfirðir
- Þjóðleikhúsið
- Þorleifur Ágústsson
- Örnólfur Þórir Örnólfsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1331
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.