Einu sinni bloggaði ég mikið. Skrifaði mislanga pistla um allt og ekkert, skoðanir, pælingar eða jafnvel bara hálfgerða Haiku brandara. Síðan eru liðnir nokkrir mánuðir. Um daginn ákvað ég að þeysast aftur fram á bloggvöllinn og hugsaði mér að skrifa mikla og skemmtilega pistla, um málefni líðandi stundar, sem einkenndust af hugsjón. Það hefur mér ekki enn tekist. Þess í stað spyr ég hverjum sé ekki sama um hvað Britney er að gera.
Í nótt dreymdi mig að ég væri að leggja á borð. Það var stór veisla að fara að bresta á og ég var kominn í tímahrak með undirbúning borðhaldsins. Ég hvílist illa þegar ég dreymi að ég sé að vinna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkt hendir mig. Draumar mínir hafa iðulega verið fullir af blóðguðum fiski, útflöttum pizzum eða uppreistum veggjagrindum, allt eftir því í hvaða vinnu ég er hverju sinni.
Afhverju getur mig ekki dreymt það sem mér finnst skemmtilegast við vinnuna? Þessa dagana eru það samtöl mín við vinnuufélaga mína sem og skemmtilega gesti. Ég hef gaman af því að ræða við skemmtilega gesti sem hingað koma í mat eða gistingu, sérstaklega ef þeir eru erlendir ferðamenn. Ekki það að þeir séu endilega skemmtilegri en þeir íslensku. Mér þykir einfaldlega alltaf skemmtilegt að brýna tungumálakunnáttu mína. Skemmtilegast er þó ef enska er móðurmál þeirra, þá geri ég mitt besta til að laga framburð minn að upprunastað viðkomandi og tefli fram öllum þeim orðaforða sem mér er unnt að koma inn í samtalið án þess að bregða út af umræðuefninu. Ég hef gaman af því þegar þeir hrósa enskukunnáttu minni og ég fæ tækifæri til að gefa þá útskýringu að ég hafi hlotið þjálfun mína af því að horfa á "Police Academy" myndirnar en ekki af því að búa erlendis. Já, ég er svo sannarlega frábær.
Bloggar | 21.2.2007 | 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jæja, er ekki komið nóg af þessu? Hverjum er ekki sama?
![]() |
Britney sögð hafa staldrað stutt við á meðferðarstofnun í Malibu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 21.2.2007 | 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 21. febrúar 2007
Spurt er
Tenglar
Ekki moggabloggvinir
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Pétur Gunnarsson
- Sigurvin Guðmundsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Benedikt Karl Gröndal
- Birgir Örn Sigurjónsson
- Bwahahaha...
- Dofri Hermannsson
- Durtur
- Dætur og synir Íslands.
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Elfar Logi Hannesson
- Fannar frá Rifi
- Fanný
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Frú Norma
- Garpur76
- gudni.is
- Gunnar Pétur Garðarsson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Heiða Þórðar
- Helgi Seljan
- Ingólfur H Þorleifsson
- íd
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Kristinsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Bjarnason
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kasetta
- Katrín
- Killer Joe
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Lilja Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Marsibil G Kristjánsdóttir
- Marta
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Möguleikhúsið
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skafti Elíasson
- Svavar Knútur Kristinsson
- sveinn valgeirsson
- Sverrir Stormsker
- Sæþór Helgi Jensson
- Vestfirðir
- Þjóðleikhúsið
- Þorleifur Ágústsson
- Örnólfur Þórir Örnólfsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar